Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 285
Sigurður Júl. Grétarsson
Verk embættismanna í skólakerfinu, skólastjóra, fræðslustjóra og annarra yrðu
skilvirkari því að kröfur til þeirra um aukna þjónustu mætti athuga með hliðsjón af
sameiginlegum viðmiðunargrunni fremur en með einhæfum tilvísunum í óumdeilanlega
fagmennsku þeirra sem gera kröfumar. Forgangsröðun verkefna yrði auðveldari og hægt
væri að stöðva misheppnuð verkefni áður en þau færu úr böndum. Stjórnmálamenn
ættu lfka væntanlega betri stundir við stefnumótun í farsælu samstarfi eða málefna-
legum átökum við samtök skólamanna.
Hér er vitanlega ekki verið að halda því fram að mælingar einar og sér lagi alla hluti
sjálfkrafa, að þær séu markmið í sjálfu sér, að fjölþætt og gott mat á árangri einstakra
verka tryggi lausn á hverjum vanda. Svo einfalt er málið ekki og auðvitað getur fólk
greint á um hvaða mælingar beri að gera, hvað séu eðlilegar skilgreiningar og annað
þvílíkt. En það gagn sem hafa má af öflugu matsstarfi má ekki hunsa. Þeir sem láta sig
skólamál einhverju varða eiga að stuðla að slíku mati, mennta sig til þess, hvetja
efnilega nemendur til náms á sviðinu og hvetja til uinfjöllunar um það. Ahugaleysi og
tortryggni má ekki slæva þá umræðu. Ef svo fer snýst skólamálaumræða á íslandi
áfram um kaup og kjör, þref um hvernig fagmennska verði metin til fjár án þess að
inntak hennar sé ljóst, um sparnað og framleiðni fremur en menntun og manngildi.
Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. 1989. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið.
Cook, Thomas D. og Donald T. Campbell. 1979. Quasi-Experimentation: Design and
Analysis Issues for Field Settings. Chigago, Rand McNally.
Daston, Lorraine J. 1982. The Theory of Will versus the Science of Mind. The
Prohlematic Science: Psychology in Nineteenth-Century Thought. (ritstj. W. R.
Woodward og M. G. Ash), bls. 88-118. New York, Praeger.
Jón Torfi Jónasson. 1990. Menntun og skólastarf á Islandi í 25 ár: 1985-2010.
Reykjavík, Útgáfa höfundar.
Jónas Pálsson. 1983. Störf kennara í grunnskólum. Atliöfn og orð: Afmœlisrit helgað
Matthíasi Jónassyni áttrœðum (ritstj. Sigurjón Björnsson), bls. 115-136. Reykjavík,
Mál og menning.
Kagan, Jerome. 1984. Tlie Nature of the Child. New York, Basic Books.
Skólastefna, 3. útgáfa. Reykjavík, Kennarasamband fslands. 1990.
Lög um grunnskóla nr. 63/1974.
Nunnally, Jum. 1978. Psychometric Theory, 2. útgáfa. New York, McGraw-Hill.
Robinson, Daniel. N. 1986. An Intellectual History of Psychology. Madison, The
University of Wisconsin Press.
283