Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 287
Sigurjón Björnsson
metið tölulega með tilliti til sjúkleikastigs. Einkennum er síðan raðað saman með
tölfræðiaðferðum, svo sem klasagreiningu (cluster analysis) og þátta-greiningu (factor
analysis). Langalgengast hefur verið að nota staðlaða atferlisskráningu, þ.e. lista með
fjölmörgum atferlissérkennum og eru rnörg slík kerfi í notkun, t.a.m. MMPl-kerfið
fyrir fullorðna, og Behavior Checklist3 og Behavior ProfiIe4fyrir börn. Sjaldgæft er að
eiginleg klínísk sjúkdómseinkenni séu skráð. Empírískar greiningaraðferðir hafa þann
ótvíræða kost í för með sér að allir sem beita þessum aðferðum geta komist að
sambærilegum niðurstöðum. Það gerir t.a.m. allar hóprannsóknir auðveldari. En gallar
eru einnig nokkrir. Þar er fyrst til að taka að liinn klíníski næmleiki glatast og mun
mörgum þykja sem þar sé mikils í misst. Þá hljóta öll hin sjaldgæfari einkenni að
falla burt þar sem ekki er unnt að meðhöndla þau tölfræðilega. í þriðja lagi fellur
athugun á barninu sjálfu niður en í stað þess er eingöngu stuðst við upplýsingar frá
foreldrum eða kennurum. Á það hefur og verið bent að kennarar þekki nemendur sína
sjaldnast svo vel að þeir séu færir um að veita áreiðanlega vitneskju um annað en það
sem sést í skólanum. Vitanlega kemur ekki nema hluti vandkvæðanna í ljós þar. Þá
hafa hinir stöðluðu atferlislistar verið gagnrýndir aðallega frá því sjónarmiði að ekki er
gerður greinarmunur á því sem telja má klínískt mikilvægt og því sem einungis eru
atferliseinkenni, án þess að þau skipti máli sem liður í sjúkdómsgreiningu.5
Sú samröðun einkenna sem hér verður greint frá telst til empírískra greiningar-
aðferða og er því háð þeim annmörkum sem þeirri aðferð fylgir. Þó er nokkur munur á
og kann sá munur að skipta máli fyrir niðurstöður. Annars vegar er upplýsinga aflað
með ítarlegum viðtölum við mæður bamanna og þær eru metnar af klínískt þjálfuðum
fagmönnum. Hins vegar er svo það, að í stað almennrar atferlisskráningar er einungis
spurt um einkenni sem venjulega eru talin klínísk einkenni, þ.e. þau sem forráðamenn
barnanna telja bera vott um óeðlilega hegðun og leita aðstoðar við. Þá má geta þess að
þau einkenni sem notuð eru til samröðunar eru 23 talsins og telst það mjög há tala.
Eins og áður greinir voru við þessa könnun einungis tekin 414 börn af hinu
upphaflega 1100 barna úrtaki, þ.e. þau sem liöfðu einhver einkenni um sjúkleika, og
öllum sjaldgæfum einkennum var sleppt svo að eftir urðu 23 einkenni af 49.
Úrtakshlutanum, eins og hann nú var orðinn, var skipt í tvo hópa eftir kynjum og
hvorum kynjahóp í þrennt eftir aldri, þ.e. 5-7 ára, 8-11 ára og 12-15 ára, eða alls sex
flokka. Frávik frá þessu er þó varðandi drengi þar sem 13-15 ára drengir voru reiknaðir
sér. Gerð var því þáttagreining á sjö hópum alls og fjórir þættir eru hámarkstala í
öllum tilvikum.6Þá voru einnig gerðar tveggja og þriggja þátta greiningar þar sem það
virtist vera mismunandi hvort tveggja, þriggja eða fjögurra þátta greining átti best við.
^ Peterson 1961.
4 Achenbach og Edelbrock 1981.
Nánari upplýsingar um rannsóknir með fjölþáttagreiningum er m.a. að finna hjá
Rutter og Hersov 1976, Achenbach 1978 og Yule 1981.
^ Sú þáttagreining sem notuð var nefnist „principal axis factor analysis" með „varimax
rotation". Við útdrátt þátta samkvæmt Kaiser viðmiði komu í flestum tilvikum fram
níu þættir. Níu þátta gerð er hins vegar nálega ótúlkanleg. Því var þáttunum fækkað
niður í fjóra og markið sett við Eigenvalue viðmið 1.5.
285