Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 289
Sigurjón Björnsson
Annar þáttur sýnir drengi sem haldnir voru ýmiss konar kækjum og voru óeðlilega
háðir móður sinni. Hér er sennilega fremur um byrjun á taugaveiklun að ræða. Lengra
virðist sundurgreiningin ekki ná á þessu aldursskeiði og má segja að það sé nokkuð í
samræmi við skoðanir manna um að persónuleiki barna sé lítt orðinn mótaður á
þessum aldri.
Hjá 8-11 ára drengjum er tilefni til að túlka þrjá þætti. Fyrsti þáttur hefur fjórar
hleðslur en engin þeirra er há. Þeir eru: samskiptaerfiðleikar, óvirkni, náinstregða og
lestrar- og skriftarörðugleikar. Hér er námsvandamála farið að gæta. Óvirkni táknar hér
að líkindum áhugaleysi um nám og við bætast erfiðleikar í samskiptum við jafnaldra.
Þessi þáttur er ekki auðtiilkanlegur þó að samsetningin komi skólasálfræðingum
sjálfsagt kunnuglega fyrir sjónir. Síðar verður að honum vikið í öðru samhengi. Að
sinni má kalla hann skólavandamál. Annar þáttur hefur einnig fjórar hleðslur:
samskiptaerfiðleika, óhlýðni, vanstillingu og árásarhneigð. Að líkindum hafa
samskiptaerfiðleikar ekki sömu merkingu hér og í fyrrgreindum þætti. Samröðunin
sýnir allskýra mynd af hegðunarvandamálum (conduct disorders). Þriðji þáttur hefur
tvær hleðslur: fælni og naglanag. Þar kemur bersýnilega fram taugaveiklun.
Hjá 12-15 ára drengjum voru gerðar tvær greiningar. þriggja og fjögurra þátta. í
þriggja þátta greiningunni eru einungis fyrstu tveir þættirnir með hleðslu yfir 0.40.
Fyrsti þátturinn hefur hleðslu frá samskiptaerfiðleikum, feimni, viðkvæmni og kvíða.
Líklega eru þetta innhverf viðkvæm börn en erfitt er að skilgreina það nánar. Annar
þáttur hefur sömuleiðis tvær hleðslur: höfuðverk og vanstillingu. Virðist mega ætla að
hér sé um sálræna erfiðleika að ræða þar sem tilhneiging er til sálvefrœnnar tjáningar.
Fjögurra þátta greiningin hefur einungis hleðslur á fyrstu þrjá þættina. Fyrsti þáttur
hefur þrjár hleðslur: svefntruflanir, samskiptaerfiðleika, feimni, viðkvæmni og kvíða. í
aðalatriðum er þetta sami þáttur og fyrsti þáttur í þriggja þátta greiningunni; myndin er
þó heldur skýrari og bendir til taugaveiklunar (anxiety). Annar þáttur er einungis með
eina hleðslu, en nokkuð háa, þ.e. höfuðverk. Hann getur kannski túlkast sem
sálvefrœn viðbrögð eins og annar þáttur í fyrri gerð. Þriðji þáttur hefur svo tvær
hleðslur: kæki og fælni og er þannig nokkuð ótvíræð taugaveiklun.
Varðandi þessar greiningar er athugandi að hvorki verður vart hegðunarvandkvæða
né skólavandamála. Hugsanlegt er að myndin hafi brenglast eitthvað sökum þess að
aldurshópurinn 12-15 ára felur í sér drengi sem ekki eru orðnir kynþroska og þá sem
komnir eru á gelgjuskeið. Því var brugðið á það ráð að gera sérstaka greiningu á 13-15
ára drengjum. Gera mátti ráð fyrir því að flestir þeirra væru komnir á gelgjuskeið og
því samstæðari hópur. Hjá þeim hópi var haldið eftir fjögurra þátta greiningu til
túlkunar. Fyrsti þáttur er með þrjár hleðslur. Það eru drengir sem eru háðir móður
sinni, óvirkir og haldnir einbeitingarerfiðleikum. Hér virðist enn á ný vera kominn
þátturinn geðrœnn vanþroski, sem sennilega hefur áhrif á skólanám. Tvær hleðslur eru
á annan þátt, kækir og fælni, og er því um taugaveiklun að ræða. Þriðji þáttur hefur
einungis hleðslu frá óhlýðni og hlýtur því að teljast til hegðunarvandkvœða. Og fjórði
þáttur hefur þrjár hleðslur, allar fremur lágar: samskiptaerfiðleika, námstregðu, lestrar-
og skriftarerfiðleika, þ.e. fyrst og fremst skólavandamál. Unglingahópurinn leiðir
þannig í ljós fjórar sæmilega aðgreindar hliðar vandkvæða og gefur að líkindum
trúverðugri mynd cn þáttagreiningin hjá 12-15 ára drengjum.
287