Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 291
Sigurjón Björnsson
telpurnar er því sú að þar gæti aðallega vandamála sem flokkast geta undir
taugaveiklun.
Hjá 8-11 ára telpum er fjögurra þátta greining tekin til túlkunar. Fyrsti þáttur hefur
fjórar hleðslur: ofnæmi, kæki, samskiptaerfiðleika, feimni, viðkvæmni og kvíða. Ef
til vill má líta svo á að hin nokkuð dreifða taugaveiklun hjá yngri telpunum hafi nú
fengið á sig skýrari mynd, þar sem sálvefrænar tilhneigingar og röskun á tilfinningalífi
ber hæst. Annar þáttur hefur þrjár hleðslur: óhlýðni, vanstillingu og einbeitingar-
erfiðleika. Megináherslan er því hér á hegðunarvandaniál. Þriðji þáttur hefur tvær
hleðslur: samskiptaerfiðleika og lestrar- og skriftarerfiðleika. Skólavandamál eru
sennilega í forgrunni hér. Fjórði þáttur er svo einungis með hleðslu frá ofnæmi og er
því enn um sálvefrœn einkenni að ræða. Fróðlegt getur verið að virða fyrir sér
samanburð á þessum tveimur aldurshópum. Vandamálin virðast taka á sig mismunandi
atferlismyndir í miðbernsku út frá sameiginlegum grunni fyrr á ævinni.
Þá er komið að unglingstelpum, 12-15 ára. Ekki virðist þurfa að hafa sama hátt á
og við drengina, að reikna 13-15 ára telpur sér. Vafalaust er ástæðan sú að
gelgjuskeiðið hefst fyrr hjá telpum en drengjum og 12-15 ára telpnahópurinn er því
samstæðari en hjá drengjum. Gerðar voru tvær greiningar, þriggja og fjögurra þátta.
Fyrsti þáttur í þriggja þátta greiningunni hefur fjórar hleðslur: fælni, óvirkni,
áhugaleysi í skóla og einbeitingarörðugleika. Vegna hinnar háu hleðslu frá fælni er
réttmætt að leggja áherslu á þá hleðslu og líta svo á að hér sé fyrst og fremst um
taugaveiklun að ræða, sem dragi úr starfshæfni telpnanna og komi þannig niður á námi
þeirra. Annar þáttur hefur einnig fjórar hleðslur: lystarleysi, taltruflanir, fingursog,
lestrar- og skriftarerfiðleika. Athyglisvert er að þrjár af þessum fjórum hleðslum varða
á einn eða annan hátt munninn (oral) og segja má að fjórða hleðslan fjalli um tjáningu.
Nærliggjandi er því að líta á þetta sem „regressíva “ taugaveiklun, sem sumir segja að
sé nokkuð einkennandi fyrir unglingsaldurinn, einkurn hjá telpum. Þriðji þáttur hefur
svo þrjár hleðslur: lystarleysi enn, feirnni, viðkvæmni, kvíða og óhlýðni. Hér virðist
því fara saman taugaveiklun eða innhverfð vandamál og nokkur hegðunarvandkvœði.
Aðgreining þessara tveggja tegunda vandkvæða í andstæður, eins og sumir fræðimenn
aðhyllast, er því e.t.v. ekki á alveg eins traustum grunni byggð og stundum er gefið í
skyn.
í fjögurra þátta greiningu eru fjórar hleðslur á fyrsta þátt: fælni, óvirkni, áhugaleysi
í skóla og einbeitingarörðugleikar. Þetta er því sami þáttur og fyrsti þáttur í fyrri
greiningu og ekkert frekar um hann að segja. Á annan þátt eru þrjár hleðslur: tal-
erfiðleikar, fingursog og lestrar- og skriftarerfiðleikar. Hann flokkast því sem
„regressív“ taugaveiklun eins og áður. Þriðji þáttur hefur eina hleðslu en háa:
árásarhneigð. Og fjórði þáttur hefur þrjár hleðslur: lystarleysi, óhlýðni og ósjálfráð
þvaglát. Þetta gæti líklegast talist til hegðunarvandkvœða en með „regressívum" blæ.
Þessi er þá niðurstaðan af samröðun einkenna með þáttagreiningaraðferð. Vissulega er
þar girnilegan fróðleik að finna þegar skoðað er af gaumgæfni. Ljóst er þó engu að
síður að heilkennahugtakið sjálft stendur nokkuð völtum fótum ef treysta má aðferðum
sem þessum. Lesandi gerir sér sjálfsagt einnig grein fyrir því að enda þótt tölfræðilegar
aðferðir séu svo sannarlega gagnlegar og jafnvel nauðsynlegar, tryggja þær engan
289