Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 295
Sigurjón Björnsson
Fylgni þátta og breyta er sýnd á 5. og 6. töflu. Hafa verið reiknuð þrjú marktækni-
mörk, 5%, 1% og 0,1%, eins og sýnt er með tölunum 1, 2 og 3 á töflunum. Breytum
verður ekki lýst sér en látið nægja að vísa til eldri ritsmíða.7
Hjá 5-7 ára drengjum fundust þættirnir geðrænn vanþroski og taugaveiklun.
Samkvæmt fylgnireikningum er í fyrra tilvikinu um fjölskyldur að ræða sem sjaldan
hafa skipt um samastað en búa í litlu húsnæði. Móðir er sjálfri sér ósamkvæm sem
uppalandi og hefur neikvæða afstöðu til eigin uppeldis. Fylgibreytur eru því sam-
kvæmt þessu einkum félagslegs eðlis. Hvað hinn þáttinn varðar eru breyturnar fátíð
búferlaskipti og lítið húsnæði sameiginlegar hinum fyrri en auk þess skortir mikið á
hlýleika hjá móður í samskiptum við barnið. Þessi síðastnefnda breyta virðist þannig
helst greina á milli.
Hjá 8-11 ára drengjum fundust þrír þættir: skólavandamál, hegðunarvandkvæði og
taugaveiklun. Mjög margar breytur tengjast fyrsta þætti. Börnin koma oftar úr rofnum
fjölskyldum, búferlaflutningar eru tíðir, starf föður er lágt metið samkvæmt starfs-
kvarða þessarar rannsóknar. Þá er ósamlyndi meðal foreldra. Móður skortir hlýleika.
Hún hefur lítinn (náms)metnað fyrir hönd barnsins. Sjálf kemur hún oftar úr lágstétt
og hefur neikvæða afstöðu til eigin uppeldis. Faðir hefur litla menntun hlotið.
Greindarvísitala barnsins er oftar lág og námsárangur slakur. Þannig háttar til um börn
sem eiga við skólavandamál að stríða.
Umhverfis- og uppeldismynstrið er nokkuð svipað hjá börnum sem haldin eru
hegðunarvandkvæðum. Sameiginlegt er rofin fjölskylda, sundurlyndi foreldra, skortur á
hlýleika hjá móður og neikvæð afstaða hennar til eigin uppeldis, lítil menntun föður
og að nokkru leyti lág greindarvísitala hjá barni. En til viðbótar kemur að móðir er
bæði ströng og sjálfri sér ósamkvæm. Og að lokum: Endanleg menntun barnsins á
fullorðinsaldri er oftar lítil.8 Þriðji þátturinn, taugaveiklun, gefur nokkuð aðra mynd.
Flestar hinar félagslegu breytur falla út, en eftir verður strangleiki móður, lítil
menntun hennar og neikvæð afstaða til eigin uppeldis. Þá er verkleg greindarvísitala
barnsins í lakara lagi svo og námsárangur þess á barnaprófi.
Þáttagreiningu fyrir 12-15 ára aldurinn verður sleppt í þessu yfirliti en í stað þess
verður gerð grein fyrir 13-15 ára hópnum enda eru niðurstöður um hann líklega
trúverðugri eins og fyrr var minnst á. Þar fundust fjórir þættir: geðrænn vanþroski,
taugaveiklun, hegðunarvandkvæði og skólavandamál. Varðandi fyrsta þáttinn, sem
samnefndur er fyrsta þætti hjá yngstu drengjunum, er athyglisvert að umhverfis- og
uppeldismynstrið er talsvert frábrugðið hjá þessum tveimur aldurshópum. Fjölskyldu-
gerð er nú alloft rofin, móðir er hlýleg en jafnframt ströng og sjálfri sér ósamkvæm.
Hún kemur úr barnmargri fjölskyldu. Nokkuð er um áfengisnotkun hjá föður. Bókleg
greindarvísitala barnsins er í lægra lagi og námsárangur þess er slakur bæði á barna- og
unglingaprófi. Þetta eru sem sagt unglingsdrengir sem eru óeðlilega barnalegir og hafa
lítinn geðrænan þroska. Öll þessi atriði falla út þegar kemur að næsta þætti:
7 Sjá t.d. Sigurjón Björnsson 1982 og 1987.
^ Þessi síðasta breyta kemur frá eftirrannsókn sem gerð var er börnin höfðu náð 25 ára
aldri. Sjá Sigurjón Björnsson 1983.
293