Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 296
Sigurjón Björnsson
taugaveiklun. Eina marktæka breytan getur naumast skipt miklu máli í þessu
sambandi (starf móðurafa). Þá er komið að hegðunarvandkvæðum. Þar gætir
sundurlyndis hjá foreldrum, móður skortir hlýleika og hún er afskiptalaus um barnið.
Faðir þess er oftar alinn upp í þéttbýli og kemur úr litlum fjölskyldum. Þá er títt að
þessi börn fremji lögbrot síðar og geðheilsa þeirra á fullorðinsárum er talsvert lakari en
í meðallagi. Fjórði og síðasti þátturinn, skólavandamál, hefur fylgni við þessar
breytur: húsnæði fjölskyldunnar er lítið, móðir fremur kaldlynd og ströng en jafnframt
hirðulaus um barnið. Þá hefur móðir neikvæða afstöðu til eigin uppeldis. Menntun
föður er lítil. Greindarvísitala barnsins er oftar lág og námsárangur slakur eins og að
Ifkum lætur. Þá virðist barnið vera oftar seinþroska líkamlega.
Víkjum þá að telpunum og skoðum 6. töflu.
Eins og fram kom í þáttagreiningunni virtust allir þættir hjá yngstu telpunum bera
vott um einhvers konar taugaveiklun. Af þeim sökum er rétt að skoða fylgni þeirra
allra í senn enda stangast fylgnitölur hvergi á. Nokkuð er um það að starfsstétt föður sé
lág. Þá kemur fram að móðir er alloft ströng en lætur sér hins vegar annt um barnið og
er sjálfri sér samkvæm sem uppalandi. Faðir kemur oftar en hitt úr dreifbýli, hefur litla
menntun og nokkuð er um misnotkun áfengis. Greindarvísitala telpnanna er oft lág og
námsárangur slakur og eitthvað er um líkamlegan seinþroska. Loks er svo það sem
kann að koma nokkuð á óvart að títt er að þessar telpur fremji lögbrot þegar þær hafa
náð sakaldri.
Hjá 8-11 ára telpum voru aðgreindir fjórir þættir, sálvefrænar tilhneigingar, þar sem
jafnframt var um röskun á tilfinningalífi að ræða, hegðunarvandkvæði, skólavandamál
og sálvefrænar truflanir. Fyrsta þætti fylgir það að fjölskyldur eru alloft rofnar,
samkomulag foreldra miður gott, móðir kaldlynd og faðir kemur úr lítilli fjölskyldu.
Þá er námsárangur telpnanna slakur, án þess að um lága greindarvísitölu sé að ræða.
Annar þáttur, hegðunarvandkvæði, fylgist að við sundurlyndi foreldra og kaldlyndi hjá
móður. Hún kemur úr þéttbýli, svo og faðirinn, sem hefur oft fengið litla menntun.
Hins vegar virðist þessum telpum hafa tekist að komast nokkuð áleiðis í stétta-
stiganum þegar þær náðu fullorðinsaldri en ekki eru þær iausar við að hafa komist í
kast við lögregluyfirvöld. Við þriðja þátt er enn fylgni við kaldlyndi móður og
ósamkvæmni hennar sem uppalanda. Þá er bókleg greindarvísitala telpnanna oftar lág
og námsárangur slakur bæði á barna- og unglingaprófi. Og nokkuð virðist um að
líkamlegri heilsu þessara telpna hafi verið ábótavant og að þær hafi verið líkamlega
seinþroska. Fjórði þátturinn, sem sýnir sálvefrænar truflanir, hefur að flestu leyti
svipaða fylgni og fyrsti þáttur, sem bendir til skyldra vandkvæða. Hér bætist það þó
við að nokkuð er um áfengisvandamál hjá föður.
Loks er að geta um 12-15 ára telpurnar. Látið verður nægja að fjalla um fjögurra
þátta greinininguna. Þættirnir voru taugaveiklun ásamt nokkrum námserfiðleikum,
annar taugaveiklunarþáttur, þar sem einkennin voru einkum „regressív“ árásarhneigð
eða öllu heldur árásaratferli, og hegðunarvandkvæði sem einkenndust talsvert af
„regressívri" hegðun. Fyrsti þáttur hefur fylgni við tíða búferlaflutninga, barnafjöldi er
meiri en í meðallagi og lág starfsstétt föður. Allt eru þetta félagsleg atriði. Þá virðist
móðir vera sjálfri sér ósamkvæm sem uppalandi og sjálf hefur hún litla menntun
fengið og telur sig hafa fengið ófullnægjandi uppeldi. Áherslan er því hér langmest á
294