Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 297
Sigurjón Björnsson
félagslegar aðstæður og kann að mega líta svo á að lág greindarvísitala og lítill náms-
árangur sé afleiðing þessa, a.m.k. að hluta til. Annar þáttur (regressív taugaveiklun)
fylgist að við kaldlyndi móður og sinnuleysi hennar um barnið. Hins vegar hefur hún
nokkurn metnað fyrir hönd barnsins. Sjálf kemur hún alloft úr lágstétt. Faðir kemur
gjarnan úr stórri fjölskyidu. Þá er geindarvísitala telpnanna í lægra lagi og námsárangur
á barna- og unglingaprófi undir meðallagi. Þriðji þáttur var árásaratferli en á þann þátt
var sú eina hleðsla. Honum fylgir kaldlyndi móður og strangleiki. Þá hefur móðir
neikvætt viðhorf til eigin uppeldis. Og loks er fjórði þátturinn, „regressív" hegðunar-
vandkvæði. Þar sem hann gæti virst vera nokkuð skyldur árásaratferli mætti ætla að
fylgnimynstrið væri svipað. Svo er þó ekki. Aðeins ein breyta, kaldlyndi inóður. hefur
fylgni við báða þessa þætti. En hér er það einkum ósamkomulag hjá foreldrum og
sinnuleysi móður um barn sitt sem er í forgrunni. Móðir kemur oftar en hitt úr
lágstétt. Þá er verkleg greindarvísitala telpnanna undir meðallagi og sama gildir um
skólaeinkunnir.
Markmiðið með því að reikna út fylgni félagslegra, uppeldislegra og greindarfarslegra
breyta (ásamt raunar fáeinum til viðbótar úr eftirrannsókn) við þær sjúkleikagerðir sem
þáttagreining leiddi í Ijós var tvenns konar. Annars vegar var þess vænst að
trúverðugleiki þáttanna yrði meiri, ef sýnt yrði fram á að mismunandi umhverfi og
heimilisandrúm lægi að baki þeirra, og að samhengi þessa síðarnefnda við þættina væri
skiljanlegt. Hins vegar var hér um viðleitni að ræða til þess að fá einhver svör við
hinni áleitnu spurningu um það við hvers konar aðstæður líklegast væri að tiltekin
vandamál og sjúkleiki spryttu upp og þróuðust.
Að sjálfsögðu var ekki gert ráð fyrir að þessum tveimur markmiðum yrði náð nema
að hluta til. Og sú hefur vissulega orðið raunin. Gaumgæfilegur lestur og skoðun
taflanna ætti þó að geta sannfært lesanda um að rannsóknarviðleitni sem þessi er alls
ekki tilgangslaus. Hún gefur mikilsverðar vísbendingar sem gætu gefið tilefni lil
hnitmiðaðri rannsókna með öðrum gögnum og líklega einnig skilvirkari aðferðum.
Heimildir
Achenbach, Th. M. 1978. Research in Developmental Psychology. New York, Free
Press.
Achenbach, Th. M. og C. S. Edelbrock. 1981. Behavior Problems and Competencies
reported by Parents ofNormal and Disturbed Children aged four through sixteen
(Monographs of the Society for Research in Child Development. No. 188). Chicago,
University of Chicago Press.
Peterson, D. R. 1961. Behavior problems of middle childhood. Journal of Consulting
Psychology 25:205-209.
Rutter, M. og L. Hersov. 1976. Child Psychiatry. Modern Approaches. London,
Blackwell.
Sigurjón Björnsson. 1982. Börn í Reykjavík. Reykjavík, Iðunn.
- 1983. Forspárgildi geðheilsumats hjá börnum og ungmennum um geðheilsu á
fullorðinsaldri. Lœknablaðið. Fylgirit 17:63-67.
295