Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 304
0
Sigurjón Mýrdal
orð í íslensku máli um fagstéttir og fagvitund til að tjá hina nýju ímynd
kennarastéttarinnar.29
Skóli eftirstríðsáranna
Nú líður varla sá dagur, að við séum ekki á það minnt, að við lifum á öld tœkninnar;
liversu góð framtíðarskilyrði hún húi okkur, að maðurinn sé ekki aðeins orðinn herra
jarðarinnar, heldur sé aö verða herra himingeimsins. (Gylfi Þ. Gíslason 1961:198)
Tœknilegar framfarir, sem eru aðalþátturinn í bœttum lífskjörum og öryggi, eru að
miklu leyti komnar undir því, að nœgilegt starfslið vel hœfra manna sé fyrir hendi.
(Bryndís Víglundsdóttir 1958:49)
Síðari heimstyrjöldin markar tímahvörf í stjómmála- og efnahagslegri skipan heimsins.
Nýjar stofnanir og alþjóðakerfi litu dagsins ljós, ný stórveldi tóku forystu á sviði
efnahags- og hermála og efnahagsleg, pólitísk og menningarleg nýsköpun átti sér stað
um alla heimsbyggðina.30 Við lýðveldisstofnun hafði íslenska ríkið þegar verið
innlimað í áhrifasvæði Bandaríkjanna í hinni breyttu heimsskipan. Framandi hug-
myndakerfi og stofnanir, sem upptök áttu í deiglu nýrra valdahlutfalla, voru flutt inn
og löguð að innlendum aðstæðum. íslenska ríkið hlaut Marshall-aðstoð31 og skipaði
sér víðsvegar í nýjar alþjóðastofnanir, s.s. í frumgerð Sameinuðu þjóðanna, í
Atlantshafsbandalagið og Efnahags- og framfarastofnunina sem upphaflega hét OEEC.
Nafninu var breytt í OECD, samfara breytingum á stofnuninni 1960, þegar m.a. fór
fram stórhuga stefnumörkun í efnahagsmálum, vísindum og tækni og menntamálum.32
Viðamikill hluti þessarar nýskipunar heimskerfa birtist Islendingum sem nýstárlegar
hugmyndir og stofnanir á sviði efnahags- og menntamála.33
Þjóðlífsbylting varð á íslandi eftir seinni heimstyrjöldina. Tími sjálfstæðisbaráttu
var liðinn og nýir alþjóðlegir samskiptahættir kröfðust breyttra efnahagslegra,
pólitískra og menningarlegra viðhorfa og stofnana. Endurskipan félagskerfa og
ríkisvalds varð ekki umflúin.34
Umbótahreyfing í menntamálum
í þessu félagssögulega samhengi tóku hugmyndir umbótahreyfingar í menntamálun að
bergmála á Vesturlöndum. Gildan þátt þessarar umræðu má rekja til OECD í París þar
sem fram fór margbrotin áætlanagerð á sviði efnahagsmála, vísinda, tækni og
menntamála. Hugmyndavef þessarar hreyfingar, sem ég kalla „OECD-viðmiðið“,
29 Ólafur Proppé o.fl. 1991; Wolfgang Edelstein 1988:157-169; OECD 1987.
29 Meyer 1987; Chase-Dunn 1989.
2 ' Marshall-hjálpin var hluti áætlana Bandaríkjanna til endurreisnar hinum stríðshrjáðu
ríkjum Evrópu.
22 OECD 1961 og 1963; sjá einnig Wallerstein 1991 og Keohane 1984.
2 2 Sigurjón Mýrdal 1989; sjá einnig Bryndísi Víglundsdóttur 1958; Mattías Jónasson
og Sveinbjörn Sigurjónsson 1962.
24 Birgir Björn Sigurjónsson 1985:60; Jónas Pálsson 1978; Gylfi Þ. Gíslason 1961.
302