Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 308
Sigurjón Mýrdal
Háskóla íslands heldur syndir um í landhelginni umhverfis landið. Á sama hátt og fyrr
var tekist á um skilgreiningar á menningararfinum er nú bitist um skilgreiningar á (og
þ.a.l. yfirráð yfir) hinum mikilvægu fiskimiðum. Samtímis hafa hliðstæðar breytingar
átt sér stað á alþjóðavettvangi þar sem valdajafnvægi stórvelda hefur raskast. Banda-
ríkin hafa orðið að gefa hluta yfirráða sinna eftir og Sovétríkin hafa liðið undir lok, en
ný stórveldi, Evrópubandalagið og Japan, rísa við sjónarrönd og krefjast hlutdeildar í
skiptingu veraldargróðans. Hinn svo nefndi „Þriðji heimur“ hefur einnig tekið
stakkaskiptum og ýmis ríki og ríkjasambönd, s.s. á Kyrrahafssvæðinu og í Mið-
Austurlöndum, seilast inn í pólitísk, efnahagsleg og menningarleg vé iðnríkjanna.46
Þessir straumar á alþjóðavettvangi hafa áhrif á hugmyndir og umræðu á Islandi.
Þegar rætt er um erlend ítök í íslensku atvinnulífi fer ekki hjá því að hugmyndir um
áhrifasvæði og skilgreiningar á þeim, svo og afstaða til m.a. Evrópubandalagsins eða
Bandaríkjanna, liti umræðuna. Breytingar á ríkisfjármálum og stjórn efnahagsmála á
síðustu árum, að ekki sé minnst á uppstokkun velferðarkerfisins, vitna um aðlögun
íslensks efnahagslífs að viðmiðum Evrópubandalagsins. Fjármagnseigendur í iðnaði og
verslun velta æ oftar fyrir sér evrópskum mörkuðum fyrir hefðbundna framleiðslu
(fisk) og jafnvel nýjar iðnaðarvörur. Hugmyndir um að markaðssetja fiskimiðin og
selja kvóta á alþjóðamarkaði eru grein af sama meiði. Tillögur eru einnig á lofti um
orkusölu og ferðamannaiðnað. Þeir aðilar sem telja sig geta hagnast á slíku virðast
styðja fulla aðild íslenska ríkisins að Evrópubandalaginu. Afstaða íslenskrar
verkalýðshreyfingardregureinnig dám af aðstæðum á evrópskum vinnumarkaði.47
Á hinn bóginn má finna innan hefðbundinna atvinnugreina, í sjávarútvegi og
landbúnaði, ákveðnar raddir sem vara við hættu af að missa yfirráð yfir auðlindum og
stjórn innlends atvinnulífs til „skrifræðisvaldsins í Brussel Meginhindrun fyrir
formlegri aðild íslands að Evrópubandalaginu virðist því vera óttinn við að missa
pólitísk tök á landhelginni og öðrum náttúrugæðum landsins. Um það virðist
þjóðarsamstaða á íslandi (enn sem komið er) að stjórn fiskveiða við landið sé ekki
betur komin í Brussel.48
Á sviði menningar og mennta má finna hliðstæður við efnahagslífið. Ekki virðist
t.d. gæfulegt að framselja umsjón menningarstefnu og menntamála til erlends
yfirvalds, ætli íslendingar að halda þjóðlegum sérkennum og tungumáli og forðast
innlimun í deiglu evrópskrar nýmenningar. Varðveisla þjóðmenningar og þjóðtungu,
eins og þau fyrirbæri voru skilgreind undir lok 18. aldar, og verndun/stjórnun
náttúruauðlinda eru enn sem komið er yfirlýst stefna íslenska ríkisins. Sverrir
Hermannsson þáv. menntamálaráðherra sagði t.d. á fundi OECD í París í júní 1986 þar
sem farið var í saumana á íslenskri menntastefnu:
Til að komast af í heimi harðrar samkeppni verðum við að fjárfesta f menntun eins og
við höfum mögulega ráð á. Við verðum að gera menntakerfi okkar virkara, bæði hvað
varðar fjölbreyttara efnahagslíf og persónulegan þroska æskufólks. Góð menntun er
46 Keohane 1984; Meyer 1987; Wallerstein 1991.
47 ASÍ og BSRB 1992a og 1992b.
4^ Sjá t.d. Hannes Jónsson 1990 og Evrópunefnd Alþingis 1988-1990.
306