Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 316
Uppeldi og menntun I (1): 314-324
Þurídur J. Kristjánsdóttir
Embœttisgengi og réttindanám
Embœttisgengi kennara
Með lögum um fræðslu barna nr. 59/1907 verða þáttaskil í barnafræðslu á Islandi.
Með þeim lögum voru felld úr gildi fyrri ákvæði um fræðslu barna, en þau voru helst
konungsbréf frá 1790 um „uppfræðing barna og uppeldi" og lög nr. 2/1880 um
uppfræðing barna í skrift og reikningi. í konungsbréfinu var kveðið á um lestrarnám
barna og barnalærdóm, eða kristinfræði. Með lögunum 1907 fjölgar námsgreinum til
muna, en þó er gert ráð fyrir færri námsgreinum í farskólum en föstum skólum. Fram
til 1908 var uppfræðslan á ábyrgð foreldra eða annarra uppalenda, en eftirlit höfðu
prestar á hendi. Allvíða voru teknir heimiliskennarar og fleira kennt en það lágmark
sem opinber ákvæði voru um. Samkvæmt lögunum frá 1907 áttu heimilin enn að
annast fræðsluna til 10 ára aldurs, en eftirlit að færast frá prestum til yfirstjórnar
fræðslumála eða umboðsmanna hennar
Fyrsti vísir að kennaramenntun hér á landi var við Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Reglugerð þar um var sett 1. febrúar 1892 og var þar mælt fyrir um að árlega skyldi
haldið námskeið fyrir kennaraefni frá 1. apríl til 14. maí; var það síðan gert frá vori
1892 til og með 1896, að undanskildu einu ári þegar enginn sótti um námskeiðið.
Haustið 1896 var sett á stofn eins árs kennaradeild við skólann. Starfaði hún óslitið
uns Kennaraskóli íslands tók til starfa haustið 1908.
Lög og reglugerðir um kennaramenntun segja yfirleitt ekki til um starfs- eða
embættisgengi, þar koma önnur ákvæði til. Sennilega er fyrstu slík ákvæði hérlendis
hvað varðar barnakennslu að finna í sambandi við stofnun barnaskóla í Reykjavík árið
1860. Með tilskipun frá 12. desember það ár er Reykjavíkurkaupstað gert skylt að
stofna barnaskóla og skyldi fyrirkomulag hans ákveðið í reglugerð. Sú reglugerð var
sett 27. október 1862. Þar segir: „Kennarar geta þeir einir orðið, sem eru orðnir
tvítugir að aldri og geta orðið prestar á íslandi eður eru útskrifaðir úr menntastofnun
handa skólakennurum (skolelærerseminarium)“. Hinn 11. febrúar 1876 eru svo sett lög
um stofnun barnaskóla á ísafirði og síðan reglugerð 1877. Þar þarf aðeins yfir-
kennarinn að fullnægja því skilyrði að vera gjaldgengur í prestsembætti. Engin ákvæði
eru um starfsgengisskilyrði annarra kennara.
Til að stunda nám í „skolelærerseminarium" þurfti að leita út fyrir landsteinana og
höfðu tveir íslendingar gert það þegar hér var komið sögu. Hinn fyrri þeirra, Halldór
Bjarnason frá Skildinganesi, stundaði nám við Blaagaardsseminariet í Danmörku og
lauk þaðan kennaraprófi snemma á síðustu öld. Hann ílentist ytra. Sá síðari var Pétur
Guðjohnsen, sem einkum er minnst sem tónlistarmanns og organleikara Dóm-
kirkjunnar. Hann lauk kennaraprófi árið 1840 frá sama skóla og Halldór, en þá var
skólinn búinn að skipta um nafn og hét Jonstrup Seminarium. Pétur kenndi síðan við
314