Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 317
Þurídur J. Kristjánsdóttir
barnaskólann í Reykjavík 1840-48, en það ár var skólinn lagður niður vegna fjárskorts
þegar hætt var að veita styrk til hans úr Thorkilliisjóðnum.1
Fyrst framan af tuttugustu öldinni höfðu svo fáir Islendingar kennarapróf að
meiningarlaust hefði verið að gera þá kröfu til þeirra sem stunduðu lögboðna barna-
kennslu að þeir væru menntaðir til starfsins, enda eru engin slík ákvæði í lögunum
1907. Þó stendur í erindisbréfi fyrir skóla- og fræðslunefndir frá 11. júlí 1908: „Skóla-
nefnd ræður kennara skólans og sjer um að þeir geri skyldu sína; hún skal láta sér ant
um að ráða góða og vel hæfa menn, og skulu þeir, sem staðist hafa kennarapróf,
jafnaðarlega vera látnir ganga fyrir öðrum."
Árið 1919 eru svo sett lög um skipun barnakennara og laun þeirra (lög nr.
75/1919). Þar er að finna fyrstu alntenn ákvæði í lögunt hér á landi um starfsgengi
barnakennara. Þar segir að til þess að geta orðið skipaður kennari við barnaskóla eða
forskóla, sem njóti styrks af landssjóðsfé, sé krafist, auk 21 árs lágmarksaldurs,
óflekkaðs mannorðs og læknisvottorðs um gott heilsufar, „[...] að [umsækjandi] hafi
lokið kennaraprófi, eða stúdentsprófi og auk þess prófi í uppeldisfræði og kennslufræði
eða stundað barnakennslu að minnsta kosti 3 ár og hafi vottorð sóknarprests síns og
fræðslunefndar eða skólanefndar, þar sem hann síðast kenndi, um góða kennara-
hæfileika og árvekni í starfi" (leturbreyting höf.). Þarna er krafist tiltekinnar menntunar
eða kennslureynslu. Þess er nú krafist að stúdentar bæti við sig námi í uppeldis- og
kennslufræðum. Það er sennilega vegna þess ákvæðis laganna að nú fara stúdentar að
setjast í Kennaraskólann og ljúka þaðan prófi í ofangreindum námsgreinum eftir eitt ár.
Fljótlega var bætt við kristinfræði og heilsufræði og frá 1935 tóku stúdentar próf í
öllum þeim námsgreinum Kennaraskólans sem ekki voru kenndar í menntaskólunum,
þó virðist handavinna hafa verið valfrjáls. Frá því vorið 1920 til og með vori 1950
luku 57 stúdentar slíku kennaraprófi, oftast einn eða tveir á ári, tvisvar sjö, en sjö af
þessum árum var enginn stúdent við nám í skólanum. Haustið 1950 skiptir um. Þá
sóttu svo margir stúdentar um skólann að stofna varð sérstaka deild fyrir þá og var svo
allar götur eftir það uns Kennaraháskólinn tók til starfa haustið 1971 og stúdentspróf
var gert að almennu inntökuskilyrði í kennaranámið. Síðustu þrír árgangar stúdenta,
sem tóku kennarapróf frá Kennaraskólanum, voru í tveggja ára námi svo lenging
námsins var ekki nema eitt ár með lögunum um Kennaraháskólann frá 1971,2
Frá því ákvæði um starfsgengi kennara voru sett í lög árið 1919 hafa einhver slík
ákvæði verið í lögum, en misjafnlega framfylgt. 1 lögum um fræðslu barna nr.
40/1926 eru engin ákvæði þar að lútandi, enda lögin frá 1919 í gildi, en í kjölfar
fræðslulaganna 1936 (lög nr. 94/1936) segir í erindisbréfi fyrir skólanefndir nr. 67, 12.
maí 1939, að þeir einir sem lokið hafi kennaraprófi geti orðið skipaðir kennarar við
barnaskóla. Starfsaldur dugar ekki lengur. Næst eru sett lög um fræðslu barna árið
1946. Þar er hert á ákvæðunum því nú stendur að engan ntegi setja eða skipa kennara
við bamaskóla nema hann hafi lokið viðurkenndu kennaraprófi. í kjölfar þessara laga
eru sett lög um menntun kennara (nr. 16/1947). Þar segir í 51. gr.: „Sá, sem lokið
' Sjóður stofnaður með dánargjöf Jóns Þorkelssonar skólameistara (1697-1759) til að
kosta menntun fátækra og munaðarlausra barna í Kjalarnesþingi.
2 Sjá Skýrslur um Kennaraskólann 1908-1962.
315