Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 318
Þuríður J. Kristjánsdóttir
hefur almennu kennaraprófi, hefur rétt til að kenna við barna- og unglingaskóla
en með fræðslulögunum 1946 var skólahaldi breytt þannig að í stað fullnaðarprófs við
14 ára aldur var barnapróf tekið ári fyrr, og síðan tók við tveggja ára unglingaskóli sem
lauk með unglingaprófi. Þar með lauk skólskyldunni, sem með þessum lögum
lengdist um eitt ár. í sömu lögum segir ennfremur í 49. gr.: „Þá eina má skipa kennara
við skóla þá, sem um getur í lögum þessum, sem hafa: a. almenna kennaramenntun
eða stúdentsmenntun að viðbættu háskólanámi í uppeldis- og kennslufræðum, er
fræðslumálastjóri metur gilt [...]“ Þeir skólar, sem þarna um ræðir, eru barna- og
unglingaskólarnir. Þarna eru ákvæði um starfsréttindi sett inn í lög um
kennaramenntun, en það heyrir til undantekninga, og ákvæðin í seinni tilvitnuninni
hljóma dálítið undarlega. Hvað er átt við með því að stúdentar ljúki háskólanámi \
uppeldis- og kennslufræðum? Er kennarapróf stúdenta, tekið við Kennaraskóla íslands,
ekki lengur jafngilt almennu kennaraprófi? Um þetta leyti fór af stað kennsla í
uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Islands, en það var fyrir þá sem luku háskóla-
prófi í kennslugrein og hugðust kenna, en námið eitt út af fyrir sig gaf ekki almenn
réttindi til barna- og unglingakennslu eins og stúdentar fengu eftir árs nám í
Kennaraskólanum.
I sérgreinum, sem svo voru kallaðar, t.d. íþróttum og matreiðslu, giltu próf úr við-
komandi sérkennaraskólum. Þá segir enn í sömu lögum: „Um réttindi almennra
kennara og sérkennara við skóla gagnfræðastigsins fer eftir samsvarandi reglum og við
barnaskóla. Þó skulu gerðar til þeirra meiri menntunarkröfur, eftir því sem fært er
hverju sinni.“ Þetta eru heldur óljós ákvæði. (Sérkennari þýðir þarna kennari í
svokölluðum sérgreinum, sbr. áður.)
Ekki þarf að taka fram að misjafnlega var farið eftir lögum og reglugerðum gegnum
árin og fólk sett og jafnvel skipað þótt það hefði ekki tilskilin próf. Setningu hlaut
nánast hver sem kenndi nægilega margar stundir á viku, en setning þýddi þá eins og nú
að auglýsa mátti stöðuna árlega, og varð raunar að gera það ef viðkomandi hafði ekki
réttindi til starfsins. Til að komast hjá því var farið á sjötta áratugnum að setja kennara
„um óákveðinn tíma“ ef þeir voru réttindalausir; var staðan þá ekki auglýst og þeir
nánast eins fastir í sessi og skipaðir væru, a.m.k. meðan þeir ekki fluttu milli skóla.
I lögum um grunnskóla nr. 63/1974 eru ákvæði um embættisgengi. Þar segir í 30.
grein: „Skipa má skólastjóra við grunnskóla hvern þann sem lokið hefur kennaraprófi,
almennu eða sérgreindu, frá kennaraskóla eða háskóla." Þó er sagt að ákveða megi í
reglugerð að skipun verði háð því skilyrði að umsækjandi hafi aflað sér viðbótar-
menntunar í skólastjórn. Um kennara segir í 32. grein: „Engan má skipa kennara við
grunnskóla, nema hann hafi lokið kennaraprófi, almennu eða sérgreindu, frá
kennaraskóla eða háskóla, sbr. þó 74. gr.“ í 74. gr. er sagt að fóstrur, eða aðra með
viðurkennda menntun sem henta þykir, megi ráða til starfa við forskóla, en ekki er
nefnt að það sé til kennslu. Eftirtektarvert er að í gegnum árin hefur það ákvæði að
ekki megi setja í kennarastarf þann, sem ekki hefur kennaramenntun, fallið niður,
sennilega sem svar við kennaraskorti, einkum þó á gagnfræðastiginu. Þetta speglast að
nokkru í þeim tveimur kennarasamtökum sem barna- og gagnfræðaskólakennarar voru
þá í. Samband íslenskra barnakennara, SIB, tók eingöngu inn fólk með kennarapróf, en
í Landsamband framhaldsskólakennara, LSFK, gat hver gengið sem var settur eða
316