Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 319
Þuríður J. Kristjánsdóttir
skipaður við framhaldsskóla, þar með taldir skólar gagnfræðastigsins: unglinga-, mið-
og gagnfræðaskólar.
Það er síðan með lögum um embættisgengi kennara og skólastjóra nr. 51/1978 og
síðar, með lögum um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara,
framhaldsskólakennara og skólastjóra nr. 48/1986, sem þessi mál eru tekin fyrir
kerfisbundið. 1 fyrrnefndu lögunum er nákvæmlega tilgreint hvað þurfi til að verða
skipaður kennari við grunn- og framhaldsskóla, svo og ýmsa sérskóla, en setning er
hvergi nefnd. Þessi lög féllu síðan úr gildi með tilkomu laganna um lögverndun
starfsheitis og verður því ekki gerð frekari grein fyrir þeim.
Samkvæmt lögunum um lögverndun starfsheitis má enginn nota starfsheitið
grunnskólakennari eða framhaldsskólakennari nema með leyfi menntamálaráðhen-a, og
það leyfi byggist á tilskilinni menntun, sem í langflestum tilfellum felur m.a. í sér árs
nám í uppeldis- og kennslufræðum. Starfsheitið kennari er ekki lögverndað. í lögunum
er ennfremur kveðið svo á að engan megi skipa, setja eða ráða kennara við grunn- og
framhaldsskóla nema hann hafi öðlast leyfi til að bera starfsheitið grunn- eða fram-
haldsskólakennari. Þetta eru mun strangari ákvæði en áður hafa verið í lögum hvað
þetta varðar. Ef ekki fæst kennari með réttindi er þó unnt að sækja um heimild til
réttindanefndar viðkomandi skólastigs til að ráða réttindalausan mann til eins árs. Fram
til gildistöku laganna gátu stjórnendur skóla ráðið stundakennara án íhlutunar annarra.
Þegar áðurnefnd lög um embættisgengi kennara og skólastjóra voru sett 1978 var
sýnt að fjölmargir kennarar um allt land væru réttindalausir, og höfðu raunar verið það
fyrir. Margir þeirra höfðu kennt lengi og þótti iöggjafanum rétt að koma til móts við
þá á einhvern hátt. Því voru sett í lögin „ákvæði til bráðabirgða“ þar sem kveðið var á
um að þeir, sem settir höfðu verið kennarar við skyldunámsskóla í fjögur ár eða lengur
en fullnægðu ekki skilyrðum laganna um embættisgengi, skyldu eiga kost á námi við
Kennaraháskóla Islands til að afla sér slíkra réttinda. Sambærileg grein er í lögunum
um lögverndun starfsheitis frá 1986, nema þar er miðað við sex ára setningu og bæði
Kennaraháskólanum og Háskóla íslands gert að bjóða upp á námið, enda ná lögin bæði
til grunn- og framhaldsskólakennara. Er þá komið að næsta kafla þessarar greinar, en
hann fjallar um réttindanáin grunnskólakennara.
Réttindanám kennara
í þessum kafla verður fjallað um réttindanám fyrir kennara barna- og grunnskóla, sem
fram hefur farið eða er í gangi við Kennaraskóla íslands og Kennaraháskóla íslands.
Með réttindanámi er hér átt við nám sem fram fer til hliðar við reglulegt nám í
skólanum og veitir réttindi til kennslu eða til skipunar í stöðu, en er ætíð minna að
vöxtum en hið reglulega nám.
Réttindanám við Kennaraskóla Islands
Réttindanám, þótt ekki væri það kallað því nafni, fór tvisvar fram við Kennaraskólann,
en furðu litlar upplýsingar er um það að finna í gögnum og ekki er minnst á það einu
orði í því ágripi af sögu skólans sem Freysteinn Gunnarsson skólastjóri ritaði í
317