Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 320
Þuríður J. Kristjánsdóttir
afmælisrit sem gefið var út þegar skólinn varð 50 ára. Fyrra réttindanámið fór fram
skólaárið 1933-34 en hið síðara 1939-40.
í Skýrslu um Kennaraskólann í Reykjavík 1933-34 segir svo:
Auk hinna þriggja venjulegu [bekkja] var 4. bekkur fyrir próflausa farkennara.
Kennslumálaráðuneytið veitti sérstakt fé til þessarar kennslu. Skilyrði um inntöku
voru sett þau, að umsækjendur hefðu stundað kennslu vissan árafjölda og numið það
mikið, að ætla mætti, að þeir gætu staðizt kennarapróf eftir eins vetrar nám.
í deildina, sem kölluð var öldungadeild, komu 29 nemendur og luku 27 þeirra prófi, 21
karl og 6 konur. Þrátt fyrir ákvæðið um kennslureynslu „vissan árafjölda", sbr. hér að
ofan, var einn nemandi í bekknum sem aldrei hafði kennt og tveir sem einungis höfðu
kennt einn vetur hvor, aðrir höfðu kennt 2-14 ár. Átta höfðu gagnfræðapróf úr öðrum
hvorum menntaskólanna, tveir gagnfræðapróf úr Flensborgarskóla, einn próf úr
Samvinnuskólanum og einn úr Verzlunarskólanum, aðrir höfðu próf úr héraðsskólum,
bændaskólum og Kvennaskólanum í Reykjavík. Námsgreinar voru þær sömu og hjá
þeim sem voru að ljúka kennaraprófi eftir þriggja ára nám, að því undanskildu að engin
handavinna var og að enska var valfrjáls. Námsefni var að allmiklu leyti það sama og í
þriðja bekk en þó sumu sleppt og í staðinn tekið námsefni I. og 2. bekkjar. I þessum
hópi voru ýmsir menn sem síðar létu að sér kveða í skólamálum.
Eins og áður segir var síðara réttindanámið við Kennaraskólann skólaárið 1939-40.
Nú er annar háttur hafður á en í fyrra skiptið því nú ganga væntanlegir nemendur undir
próf um haustið, sem á að vera að mestu sambærilegt annars bekkjar prófi skólans.
Síðan áttu þeir að Ijúka kennaraprófi eftir eins vetrar nám, sem varð raunar styttra en
til var ætlast því vegna viðgerða á miðstöð skólahússins hófst kennsla ekki fyrr en í
byrjun nóvember og skólanum lauk þó í apríllok. Fjórtán nemendur settust um haustið
í þennan bekk og luku 13 þeirra kennaraprófi um vorið, 10 karlar og 3 konur. Undir-
búningur þessa hóps var mjög svipaður þeim sem var í skólanum 1933-34 en
kennslureynsla mun minni, 4 af þeim 13 sem luku prófi höfðu ekkert kennt, tveir
höfðu kennt tvö ár, aðrir lengur.
Þar sem svo litlar upplýsingar er um réttindanámið að finna er ekki auðvelt að sjá
hvað leiddi til þess að það var tvisvar við skólann á fjórða áratugnum. Þegar fyrri
deildin var í skólanum höfðu ekki orðið breytingar á lögum um embættisgengi frá
1919 og kennslureynsla dugði því enn til skipunar. Með fræðslulögunum 1936 voru
hins vegar ákvæðin um starfsreynsluskilyrði felld niður og menntunarskilyrðin ein
tekin til greina. Getur það hafa haft sitt að segja fyrir seinni hópinn. Og ekki má
útiloka þann möguleika að menn hafi talið eftir einhverju að slægjast í Kennara-
skólanum!
Hér var um að ræða fólk sem flest hafði stundað kennslu um árabil og ætlaði að
halda því áfram. Nýir straumar voru að berast inn í íslenska skólann sem kröfðust
annarra vinnubragða en hinnar hefðbundnu yfirheyrsluaðferðar. Þótt það komi þessum
skrifum ekki beint við má geta þess að margt það sem bryddað var upp á í kennslu- og
skólamálum á þessum áratug þætti nýtískulegt í dag. Má í því sambandi benda á upp-
eldisfræðinginn og skólastjórann Sigurð Thorlacius og kennaraskólakennarann Stein-
grím Arason. Þá var fjórði áratugurinn kreppu- og atvinnuleysistími og hefur sjálfsagt
þótt nokkur trygging að hafa bréf upp á vasann um réttindi til kennslu.
318