Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 321
Þuríður J. Kristjánsdóttir
Samkvæmt upplýsingum Eiríks Stefánssonar kennara, sem var í seinni hópnum,
sneri hann sér til Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra Kennaraskólans, sumarið 1939
og óskaði eftir að sér yrði gert kleift að Ijúka kennaraprófi og að kennslureynsla sín
yrði metin á einhvern hátt. Fleiri réttindalausir kennarar munu þannig hafa snúið sér
beint til Freysteins með svipuð tilmæli og upp úr því mun deildin hafa sprottið en
ekki fyrir forgöngu yfirvalda eða kennarasamtaka.
Næst kemur hreyfing á þessi mál árið 1963 þegar fyrsti kjaradómur féll og farið var
að launa kennara eftir menntun. í bréfi, sem dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri
Kennaraskólans, skrifaði fræðslumálastjóra 17. ágúst 1963, bregst hann við þeirri
umræðu sem í gangi var um nám til starfsréttinda fyrir starfandi réttindalausa kennara. í
bréfinu byrjar Broddi á að rekja sögu öldungadeildanna 1933-34 og 1939-40. Síðan
færir hann rök fyrir því að meiri munur muni nú vera á menntun hinna réttindalausu
kennara og námskröfum til almenns kennaraprófs en verið hafi í fyrri skiptin, því telur
hann að ekki sé hægt að gera ráð fyrir skemmra námi en tveimur árum og að þeir einir
verði teknir inn sem kennl hafi við góðan orðstír átta ár eða lengur. Fjöldi þeirra sem
ætti kost á náminu væri þá innan við 30. Þá telur Broddi að e.t.v. verði unnt að taka
inn slíka deild haustið 1964, þá muni þrjár kennslustofur losna þegar æfingadeildir
flytji úr húsinu, en skólinn var þá kominn í skólahúsið við Stakkahlíð.
Varðandi það, sem Broddi segir um rneiri mun en áður á menntun hinna
réttindalausu kennara flestra og kröfum til kennaraprófs, má geta þess að auk þess sem
inntökukröfur í Kennaraskólann höfðu aukist að mun á þessu tímabili hafði námið
lengst úr þremur árum í fjögur og auk þess um einn mánuð á ári, eða úr 21 í 32
mánuði.
Ekki varð af námi þessu 1964 en umræður voru sýnilega í gangi því 18. ágúst það
ár skrifar menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, Brodda Jóhannessyni skólastjóra bréf
þar sem segir: „í bréfi ráðuneytisins til Landssambands framhaldsskólakennara, dags. 5.
júlí sl., var svo ákveðið, að ráðuneytið myndi í samráði við Kennaraskóla íslands og
kennarasamtökin efna til námskeiða fyrir kennara, er geri þeim kleift að flytjast í hærri
launaflokk.“ Síðan er skýrt frá nefndarskipan til undirbúnings væntanlegu námi,
nefndin átti að gera tillögur, „fyrst og fremst |um] hvert vera skuli námsefni og
námstími og hverjar prófkröfur skuli gera“. Bréfið speglar þá úlfúð sem upp kom í
Landssambandi framhaldsskólakennara þegar farið var að launa eftir menntun, því talað
er um nám sem leið til launahækkana, ekki nám sem veiti réttindi.
Nefndin mun liafa starfað og sennilega sent út könnunareyðublað til réttindalausra
kennara á gagnfræðastigi því í bréfi frá einum þeirra til Brodda Jóhannessonar, dags. 6.
janúar 1965, segir: „Eg leyfi mér að senda þér [...] eyðublaðið frá ykkur í námskeiðs-
nefndinni [...) í plagginu leyfi ég mér að fara fram á launahækkun án námskeiðs."
Á þessum árum fjölgaði nemendum Kennaraskólans mjög mikið og 16. júlí 1965
skrifar Broddi Jóhannesson menntamálaráðuneytinu eftirfarandi bréf:
Vegna þrengsla í Kennaraskólanum og tæknilegra örðugleika á því að sinna
„öldungadeild“ á vetri komanda, tel ég mjög æskilegt að ég fái tækifæri til að ræða þau
mál í ráðuneytinu, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um tjárveitingu og
framkvæmd námskeiðsins.
319