Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 100

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 100
SERKENNSLA OG UMBÆTUR I SKOLASTARFI í lýsingu Félags íslenskra sérkennara á hlutverki og verksviði sérkennara segir að sérkennsla sé: hagnýt fræðigrein sem sækir hugmyndir sínar m.a. til uppeldis- og kennslufræða, sálfræði, heimspeki, félagsfræði, læknisfræði og málvísinda (Félag íslenskra sér- kennara 1994:3). Þessa skilgreiningu má skilja svo að sérkennsla sé sérstök fræðigrein. A það get ég ekki fallist. Sérkennsla er barn síns tíma, úrræði í þeirri aðgreiningu og flokkun sem skólakerfið byggði á allt fram á áttunda áratuginn og enn eimir eftir af í skólastarfi. Markmið náms í sérkennslu á ekki að vera það að ákveðnir kennarar helgi sér afmarkað svið kennslu heldur, í þágu alls skólastarfs, sæki þeir á dýpri mið kennarafræða, fræðigreinar sem öll góð kennsla byggist á og sækir m.a. hugmyndir sínar til þeirra greina sem upp eru taldar í stefnu sérkennara (Ólafur Proppé 1992). I reglugerð um sérkennslu nr. 106/1992 er hvergi gerð tilraun til að afmarka hvenær þörf sé á sérkennslu eða þann nemendahóp sem rétt skuli eiga til sér- kennslu. Slíkt er líka ógerningur því mat á því hvort nemandi þurfi sérkennslu er í eðli sínu mjög breytilegt og ýmis sjónarmið sem liggja til grundvallar og varða jafn- vel fremur kennarann en nemandann (Gretar Marinósson og Rannveig Trausta- dóttir 1994). Það sem skólastjóri og kennarar meta sérkennsluþörf í einum skóla gildir ekki í öðrum. Matið mótast m.a. af fjárhagslegum aðstæðum skólans, mann- afla, nemendafjölda, húsnæði og síðast en ekki síst viðhorfi kennara og jafnvel því umhverfi sem skólinn er í. Öll góð kennsla, hvort sem hún er nefnd almenn kennsla eða sérkennsla, byggist á sömu undirstöðuatriðum kennslufræða þar sem námskrárgerð er lykil- atriði. Námskrá skilgreinir, stjórnar og samhæfir það sem nemendum er ætlað að læra og er vegvísir sem segir til um tilgang námsins. A grundvelli hennar gerir kennarinn kennsluáætlun sína sem ýmist er miðuð við einstaklinga eða heila bekki. Kennslan byggist á þremur þáttum, undirbúningi, framkvæmd og mati, þar sem fjallað er um hvað á að kenn;., hverjum, hvernig og hvar. Kennarar þurfa að hafa ákveðna þekkingu á valdi sínu og kennslutækni sem snýst um á hvern hátt best er að leggja viðfangsefnið fyrir hvern einstakling og hvaða kringumstæður örva námshæfileika hans. Þeir þurfa að kunna svo til verka að þeir geti kennt nemend- um á ýmsum aldri, áhugasömum og áhugalausum og nemendum sem eru ólíkir að námsgetu og þroska (Ólafur Proppé 1992). Af þessu má sjá að enginn grundvallarmunur er á almennri kennslu og sérkennslu og því vart hægt að tala um sérkennslufræðilega ráðgjöf eins og gert er í stefnu Félags íslenskra sérkennara. Ráðgjöf, sem felst í því að miðla þekkingu og finna lausn á kennslufræðilegum vandamálum, hlýtur að teljast kennslufræðileg ráðgjöf, hvort sem ráðgjöfin beinist að námi einstaklings eða hóps og hvort það er sérkennari sem veitir ráðgjöfina eða annar kennslufræðimenntaður ráðgjafi. Hugtakið sérkennsla hefur í raun mjög óljósa merkingu og er aðgreinandi í eðli sínu. Það gefur til kynna að nemandinn, sem þá kennslu hlýtur, sé öðruvísi, eigi ekki heima með öðrum og það sé ekki á færi hins almenna kennara að kenna honum. Það sendir nemandanum sjálfum og félögum hans mjög skýr skilaboð ef hann er oft tekinn út úr hefðbundinni bekkjarkennslu og stefnt til sérkennara ár 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.