Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 11
LOFTUR GUTTORMSSON
FRÁ KRISTINDÓMSLESTRI
TIL MÓÐURMÁLS
Húgmyndafræðileg hvörf í lestrarefni
skólabarna um síðustu aldamót
Þessigrein fjallar um einn pdtt ímótunarsögu móðurmdls sem kennslugreinnr ískyldunámi
barna d Islandi, p.e. tengsl testrarpjálfunar og lestrarefnis á síðasta fjórðungi 19. aldar og
breytingar sem urðu par d með setningu fræðslulaganna 1907.1 pessu sambandi eru svo-
kallaðar lestrarbækur teknar sérstaklega til athugunar. Sýnt er fram d að fram undir alda-
mót var trúarlegt efni, íanda gömlu kristindómsfræðsluhefðaritinar, enn notað langmest til
lestrarpjálfunar. Með fræðslulögunutn 1907 var aftur d móti snúið baki við peirri hefð:
móðurmdl var afmarkað sem vítt ndmsvið er náði m.a. yfir lestur og pekkingu d bókmennt-
um og sögu fósturjarðarinnar. ísamræmi við petta vargefin út ný tegund af lestrarbók sem
var gegnsýrð af anda pjóðernisrómantíkur. Með pessu móti urðu í upphafi aldarinnar af-
drifaríkar breytingar, í dtt til „sekúlariseringar", á pví lestrarefni sem haft var um hönd í
skyldundmi barna.'
Lög um fræðslu barna 1907 höfðu í för með sér kerfisbreytingu á skyldubundinni
barnafræðslu í landinu. Horfið var frá aldagamalli hefð geistlegrar yfirstjórnar og
eftirlits með barnafræðslunni sem komst nú í fyrsta sinn á veraldlegan grunn. Bisk-
up, sem verið hafði ásamt amtmanni og síðan landshöfðingja æðsti innlendi yfir-
stjórnandi hennar, vék nú fyrir ráðherra sem hafði næstan sér fræðslumálastjóra. I
stað sóknarprests og safnaðarnefndar í hverju prestakalli kom nú fræðslunefnd eða
skólanefnd kosin af sveitarstjórn (Stjórnartíðindi, A-deild 1880:28-30; Lög um fræðslu
barna 1907: 2., 7. og 8. k.).
En barnafræðslulögin 1907 kváðu ekki aðeins á um nýtt form heldur og inntak.
Aður hafði skv. konungsbréfi frá 1790 verið skylt að kenna börnum lestur í tengsl-
um við kristindómsfræðslu (Loftur Guttormsson 1990:197-198), og við þessar
skyldunámsgreinar bættust síðan árið 1880 skrift og reikningur. En með lögunum
1907 skaut í fyrsta sinni upp heitinu „móðurmál". 12. gr. laganna segir m.a. að hvert
14 ára barn eigi að hafa lært:
að lesa móðurmálið skýrt og dheyrilega og geta sagt frd pví, er pað les; pað skal og
geta gjört skriflega grein fyrir efni, sem pað pekkir vel, nokkurn veginn ritvillu-
laust og mdllýtalaust; pað skal vita nokkuð um merkustu menn vora, einkum pá, er
Ég þakka Helga Skúla Kjartanssyni dósent fyrir að hafa kynnt sér greinina í handriti og gefið mörg góð ráð um
efnisatriði og frágang.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 2. árg. 1993
9