Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 32
NÁMSÁRANGUR 11 ÁRA BARNA
NIÐURSTÖÐUR
Við úrvinnslu gagna voru notaðir fylgniútreikningar, marktæknipróf (t-próf) og
fjölbreytuaðhvarfsgreining. I fyrsta lagi var athugaður kynjamunur á fylgi-
breytunni meðaleinkunn og frumbreytunum: rökhæfni, samskiptahæfni, kvíða,
sjálfsmynd af námsgetu, neikvæðri hegðun og félagslegri einangrun. í öðru lagi
voru könnuð tengsl frumbreytna við meðaleinkunn fyrir hvort kyn.
Kynjamunur
Kynjamunur kom fram á kvíða og reyndust stúlkur kvíðnari (M=2,25) en drengir
(M=2,73; t=3,27, df=46, p=0,009).’ Einnig var algengara að drengir sýndu neikvæða
hegðun í skólastofunni (M=4,22) en stúlkur (M=4,70; t=-2,78, df=46, p=0,009). Enn
fremur sýndu stúlkur tilhneigingu til þroskaðri samskiptahæfni (M=l,40) en dreng-
ir (M=l,28; t=-l,77, df=46, p=0,84). Annar kynjamunur kom ekki fram. Drengir og
stúlkur sýndu því áþekkan námsárangur og svipaða rökhæfni, félagslega einangr-
un og sjálfsmynd af námsgetu. í 1. töflu eru sýnd meðaltöl og staðalfrávik fylgi-
breytu og frumbreytna fyrir hvort kyn og loks fyrir bæði kynin saman.
Þar sem ofangreindur kynjamunur gaf vísbendingu um að ólík tengsl gætu ver-
ið á milli frumbreytna og námsárangurs eftir kynferði, voru þessi tengsl skoðuð
sérstaklega fyrir hvort kyn.
Tafla 1
Meðaltöl og staðalfrávik meðaleinkunnar (Einkunn), rökhæfni (Rök),
samskiptahæfni (Sam), neikvæðrar hegðunar (Neihegð), félagslegrar
einangrunar (Ein), kvíða (Kvíði) og sjálfsmyndar af námsgetu (Eg) fyrir
drengi (n=24), stúlkur (n=24) og þvert á kyn (n=48)
Drengir Stúlkur Allir
M S.D. M S.D. M S.D.
Einkunn 7,58 1,32 7,93 0,95 7,75 1,15
Rök 39,58 7,92 38,08 9,81 38,83 8,85
Sam 1,28 0,25 1,40 0,24 1,34 0,25
Neihegð 4,22 0,77 4,70 0,38 4,46 0,65
Ein 3,56 0,77 3,90 0,88 3,73 0,84
Kvíði 2,73 0,45 2,25 0,54 2,50 0,55
Ég 2,54 0,78 2,83 0,76 2,69 0,78
Hærri skor merkir meiri þroska eða aðlögun. sbr. nmgr. 1.
1 Hærri skor á öllum breytum merkir meiri þroska eða aðlögun. Dæmi: Hærri skor á kvíða þýðir minni kvíði og
hærri skor á neikvæðri hegðun þýðir minni neikvæð hegðun.
30