Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 33
StGRÚN AÐALBJARN ARDÓTTIR,
KRISTJANA BLONDAL
Tengsl frumbreytna við meðaleinkunn fyrir hvort kyn
í 2. töflu er sýnd fylgni á milli meðaleinkunna og frumbreytna fyrir hvort kyn. Eins
og sést í töflunni benda fylgniútreikningar til nokkuð ólíkra tengsla á milli meðal-
einkunnar og frumbreytna eftir kyni. Hjá báðum kynjum kom þó fram að bæði rök-
hæfni og samskiptahæfni sýndu jákvæð tengsl við einkunnir. Eftir því sem stúlkur
og drpngir bjuggu yfir meiri rökhæfni og þroskaðri samskiptahæfni þeim mun betri
var námsárangur þeirra.
Eins og fram kemur í 2. töflu bentu fylgnitölur til kynjamunar á tengslum eftir-
farandi frumbreytna við meðaleinkunn: neikvæðrar hegðunar, félagslegrar ein-
angrunar, kvíða og sjálfsmyndar af námsgetu. Fylgni kom fram á milli neikvæðrar
hegðunar og einkunna hjá stúlkum. Stúlkur sem oftar sýndu neikvæða hegðun í
samskiptum stóðu sig verr í námi en aðrar stúlkur. Þessi munur kom ekki fram hjá
drengjum. Enn fremur kom fram tilhneiging til marktækrar fylgni á ittíIIí félags-
legrar einangrunar og einkunna, svo og kvíða og einkunna, hjá stúlkum en ekki hjá
drengjum. Stúlkur sem voru félagslega einangraðar virtust standa sig verr í námi en
aðrar stúlkur. Einnig höfðu kvíðnari stúlkur tilhneigingu til að standa sig verr í
námi en aðrar stúlkur.
Hjá drengjum kom fram fylgni á milli sjálfsmyndar af námsgetu og einkunna.
Þeim mun jákvæðari sem sjálfsmynd drengja var þeim mun betri námsárangur
sýndu þeir en slík tengsl komu ekki fram hjá stúlkum.
Tafla 2
Fylgni meðaleinkunnar við rökhæfni, samskiptahæfni, neikvæða hegðun,
félagslega einangrun, kvíða og sjálfsmynd af námsgetu fyrir hvort kyn
EINKUNN
Drengir Stúlkur
Rök 0,47** 0,73***
Sam 0,63*** 0,48**
Neihegð 0,26 0,68***
Ein 0,06 0,35+
Kvíði -0,20 0,29+
Ég 0,74*** 0,20
p<0,10; * p 0.05; ** P <0,01; ***p<0,001
Fjölbreytuaðhvarfsgreining var notuð til að kanna nánar tengsl frumbreytnanna
við meðaleinkunn fyrir hvort kyn. Athugað var hvaða breytur næðu saman að
31