Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 34
NÁMSÁRANGUR 11 ÁRA BARNA
skýra mest af dreifingu einkunna. Um leið var kannað hvort áhrif einnar breytu
næðu að spá fyrir um meðaleinkunn þegar áhrif annarrar breytu eða breytna voru
fest. Þær frumbreytur sem sýndu fylgni við einkunn voru settar inn í aðhvarfsjöfn-
una, líkön borin saman og það líkan valið sem náði bestri forspá um meðaleinkunn.
Tafla 3 Líkön fjölbreytu aðhvarfsgreiningar fyrir meðaleinkunn. Forspá rökhæfni, samskiptahæfni og neikvæðrar hegðunar
(a) Stúlkur (n=23)
r2 df F Forspárbr. B SE t P
0,8256 3,19 29,98*** Rök 0,0292 0,01 2,38 0,0281
Sam 1,5448 0,45 3,44 0,0028
Neihegð 1,4652 0,27 5,41 0,0001
*** p<0,0001 (b) Drengir (n=24)
r2 df F Forspárbr. B SE t P
0,4924 2,21 10,18*** Rök 0,0545 0,03 2,04 0,0539
Sam 2,9086 0,86 3,38 0,0028
*** p<0,001
Eins og sjá má í 3. töflu, a-lið, skýrðu samskiptahæfni, rökhæfni og neikvæð hegðun
saman um 83% af því hvernig einkunnir stúlkna dreifðust og er það mikil skýring
fyrir aðeins þrjár breytur. Hver og ein þessara þriggja breytna spáði marktækt fyrir
um einkunnir, þegar áhrif hinna voru fest. Þetta þýðir að án tillits til rökhæfni
stúlkna og hversu neikvæð hegðun þeirra var, fékk sá helmingur stúlkna sem sýndi
þroskaðri samskiptahæfni í tilbúnum aðstæðum hærri einkunnir (M=8,43) en sá
helmingur sem sýndi minni samskiptahæfni (M=7,38). Enn fremur fékk sá helm-
ingur stúlkna sem sýndi meiri rökhæfni hærri einkunnir (M=8,76) en aðrar stúlkur
(M=7,16) án tillits til þess hversu þroskuð samskiptahæfni þeirra var og hversu nei-
kvæð hegðun þeirra var. Loks hlaut sá helmingur stúlkna sem sjaldnar sýndi
32