Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 60
þriggja breytna við viðhorf til skóla byggja aftur á móti á svörum nær allra þeirra
sem svöruðu könnuninni.
Tengsl námsferils, búsetu og menntunar föður við einkunnir
á samræmdum prófum
Meðaleinkunn á samræmdum grunnskólaprófum í hópi svarenda í könnuninni
sem lokið höfðu grunnskóla (457 nemendur sem hættu námi strax að loknum
grunnskóla eða eftir tvö ár eða skemmri tíma í framhaldsskóla) var 4,64 og staðal-
frávik 1,5. Þetta er sama útkoma og hjá þeim sem luku grunnskólaprófi í úrtakinu í
heild (þ.e. bæði þeir sem svöruðu könnuninni og þeir sem ekki náðist til). Mikil
dreifing var því á einkunnum á samræmdum prófum í könnunarhópnum. Meðal-
einkunn alls árgangsins sem fæddur er 1969 var aftur á móti 5,8 og staðalfrávik 1,7.
Til samanburðar má geta þess að meðaleinkunn þeirra sem skráðir voru í fram-
haldsskóla í þrjú ár eða meira var 6,50 á samræmdum grunnskólaprófum. Meðal-
einkunn þeirra sem luku stúdentsprófi var 7,10, þeirra sem luku iðnnámi 5,24 og
þeirra sem luku öðru starfsnámi 5,57.
Eins og að framan greinir var könnunarhópnum skipt í fjóra hópa eftir náms-
ferli (sjá töflu 1). Hópur 1, sem er um þriðjungur þess hóps sem upplýsingar lágu
fyrir um, fór ekki í framhaldsskóla að loknum grunnskóla og var meðaleinkunn
hans á grunnskólaprófi 3,91 (þ.e. þess hluta hans sem tók grunnskólapróf). Hópar 2
og 3 eiga það sameiginlegt að hafa ekki enn lokið prófi úr framhaldsskóla. Hópur 4
er hér talinn hafa lokið einhverju námi (í mörgum tilfellum er aðeins um fyrsta hluta
Tafla 1 Skipting nemenda eftir námsferli að grunnskóla loknum og meðaleinkunnir á samræmdum grunnskólaprófum
Námsferill að loknum grunnskóla Fjöldi Hlutfall Eink. á
í úrtaki % samr.pr.
Könnunarhópur
Ekkert nám eftir grunnskóla (1) 103 29,3 3,91
Framhaldsnámi hætt eftir tvö ár eða fyrr (2) 152 30,9 4,90
Enn í námi eða byrjaður aftur eftir hlé (3) 109 21,9 4,58
Námi lokið (4) 88 18,0 t—< 00
Samanburðarhópur
Sá hluti árgangsins sem stundaði framhaldsnám í meira en tvö ár 2376 6,50
58