Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 76
SKRÓP NEMENDA í FRAMHALDSSKÓLUM
í 4,4 kennslustundum og voru veikir samkvæmt vottorði í 15,4 kennslustundir að
jafnaði á önninni. Alls voru því meðalfjarvistir nemenda á einni önn um það bil 26
kennslustundir eða ríflega 3 dagar. Það jafngildir hálfri kennslustund í þessum út-
reikningum að koma of seint í tíma. Hlutur veikinda er langmestur í fjarvistum
nemenda.
I Töflu 1 má sjá fylgni námsárangurs nemenda á jólaprófum 1992 við fjarvistir
þeirra á undangenginni önn.
Tafla 1 Fylgni (r) námsárangurs nemenda við fjarvistir úr kennslustundum3
Tegund Fylgnistuðull við
fjarvista jólaprófseinkunn
Skróp -0,44**
Of seint -0,24**
Tilkynntar fjarvistir -0,12*
Veikindi -0,34**
*p<0,01 **p<0,001
í töflunni sést að fylgni námárangurs nemenda við fjarvistir þeirra var neikvæð, þ.e.
að auknar fjarvistir tengdust lakari námsárangri. Þetta átti við alla mælikvarða á
fjarvistir. Sterkust er fylgnin milli námsárangurs og skróps nemenda, eða -0,44 og
verður að telja það háa fylgni. Þegar fylgnistuðullinn er settur í annað veldi má sjá
að skróp skýrir tölfræðilega um það bil 20% af námsárangri sem er mikil skýring
aðeins eins þáttar. Minnst var fylgni námsárangurs við tilkynntar fjarvistir.
Flensborgarskólinn og Menntaskólinn í Kópavogi
Nemendur voru spurðir hve oft þeir skrópuðu úr kennslustundum til þess að losna
úr skólanum. Gefinn var kostur á fjórum svarmöguleikum: aldrei, sjaidan, stundum
og oft. Svör nemenda eru sýnd í Töflu 2.
3 Fylgnistuðullinn er Pearsons r; p<0,01 merkir að líkur á að viðkomandi fylgni hafi komið fram fyrir tilviljun
séu minni en 1%, en 0,05 og 0,01 eru helstu öryggismörk eða viðmið í rannsóknum í félagsvísindum.
74