Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 78
SKRÓP NEMENDA j FRAMHALDSSKÓLUM
Skróp nemenda var ekki mismunandi eftir aldri, þar sem samband þess við
aldur var mjög veikt og ekki marktækt.
Skólinn og skróp
Marktæk neikvæð fylgni reyndist milli skróps nemenda úr kennslustundum og
námsárangurs þeirra (r=-0,21; p<0,001) Þannig varð námsárangur nemenda lakari
eftir því sem skróp þeirra varð meira. Þessi fylgni milli skróps og námsárangurs var
sterkari hjá piltum (r=-0,25; p<0,001) en stúlkum (r=-0,17; p<0,01).
Nemendur voru spurðir hve vel þeir sinntu náminu. A Mynd 2 sést samband
skróps og þess hve vel þeir sinntu námi.
Mynd 2
Samband milli skróps nemenda og þess hve vel þeir sinna námi
(r=-0,40; p<0,001)
Hér er um mjög sterkt samband að ræða og marktækt, þannig að því betur sem
nemendur sögðust sinna náminu því sjaldnar skrópuðu þeir. A myndinni sést að
aðeins rúmlega 12% þeirra sem sinntu náminu vel skrópuðu oft eða stundum en
helmingur þeirra nemenda sem sinnti náminu illa skrópaði oft eða stundum.
Skróp nemenda og námsleiði þeirra tengdust einnig mjög sterkt. Á Mynd 3 sést
að meira en helmingur þeirra nemenda sem leiðist mjög í námi skrópar oft eða
stundum úr kennslustundum. Hlutfall þeirra sem skrópa oft eða stundum fór minnk-
andi eftir því sem nemendum leiddist síður í námi, þannig að aðeins 13% þeirra sem
leiddist lítið eða ekkert í námi skrópuðu oft eða stundum. Þetta samband var mjög
sterkt og marktækt.
76