Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 82
SKRÓP NEMENDA i FRAMHALDSSKÓLUM
skrópuðu sjaldan eða aldrei voru þrír fjórðu þeirra sem borðuðu morgunmat
daglega, en voru á hinn bóginn aðeins rúmlega helmingur þeirra sem boröuðu
aldrei morgunmat á skóladögum.
Sterk marktæk tengsl komu í ljós milli reykinga nemenda og skróps þeirra úr
kennslustundum. Þannig skrópuðu þeir mun meira sem reyktu en þeir sem reyktu
ekki. Hjá piltum var sambandið mun sterkara en hjá stúlkum. Á Mynd 8 sést þetta
samband reykinga og skróps nemenda, þar sem þeim er skipt eftir kyni og í þá sem
reykja og reykja ekki.
Mynd 8
Samband milli skróps nemenda og þess hvort þeir
reykja eða ekki; skipt eftir kyni
(piltar: r=0,39; p<0,001 / stúlkur: r=0,21; p<0,001)
Piltar sem Piltar sem Stúlkur sem Stúlkur sem
reykja ekki reykja reykja ekki reykja
Þeir piltar sem skrópuðu oft eða stundum voru aðeins tæplega fjórðungur þeirra sem
reyktu ekki, en voru um tveir þriðju þeirra sem reyktu. Þær stúlkur sem skrópuðu
oft eða stundum voru einnig aðeins um fjórðungur þeirra sem reyktu ekki, en voru
rúmlega 43% þeirra sem reyktu sem er mun lægra hlutfall en hjá piltum sem reyktu.
Andleg líðan og skróp
Lagt var mat á andlega líðan nemenda með ýmsum kvörðum sem lýst er hér á
undan. Marktæk jákvæð fylgni reyndist á milli skróps nemenda úr kennslu-
stundum annars vegar og depurðar, kvíða og streitu hins vegar (r var á bilinu +0,14
til +0,18; p<0,001). Þannig voru þeir nemendur sem skrópuðu oftar daprari, kvíðn-
ari og streittari að jafnaði en þeir nemendur sem skrópuðu sjaldnar. Þá reyndist
marktæk neikvæð fylgni á milli skróps nemenda annars vegar og sjálfsálits og bjart-
sýni þeirra hins vegar (r var á bilinu -0,14 til -0,19; p<0,001). Þeir nemendur sem
skrópuðu sjaldnar höfðu því meira sjálfsálit og voru bjartsýnni að jafnaði en þeir
sem skrópuðu oftar.
80