Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 119
ANNA HARÐARDÓTTIR, ROBERT S. C. FAULKNER, SNJÓLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR
- að kanna á hvern hátt tónlist stuðli að almennum námsárangri nemenda, ekki
síst lesskilningi og tjáningarmöguleikum barnanna.
- að efla frumkvæði og sköpunargleði barnanna og kennaranna á sem flestum
sviðum skólastarfsins.
- að efla skUning kennara skólans á mikilvægi tónlistar, þannig að þeirgeti axlað
aukna ábyrgð á þessu sviði.
(Sbr. Anna Harðardóttir o.fl. 1992).
Með þetta að leiðarljósi skipulögðum við starf okkar fyrir skólaárið 1991-1992.
Viðfangsefni voru valin af bekkjarkennurum með hliðsjón af Aðalnámskrá
grunnskóla. Síðan var unnið að skipulagningu samkennslu tónmenntakennara og
bekkjarkennara. Valin voru verkefni eins og haust, skóli, vatn, loft, barnið sjálft, borg og
sveit eða hugtök eins og lengd, hraði og fjöldi.
Kennslan byggðist á samkennslu milli viðkomandi umsjónarkennara og tón-
menntakennara í 3-4 tíma á viku. Fyrstu vikurnar tóku bekkjarkennarar sama þátt
í tónmenntatímum og nemendur til þess að venjast vinnubrögðum. Kennsluaðferð-
ir í tónmenntatímum í Hafralækjarskóla, þar sem kennarar og nemendur sitja oftast
saman í hring eða í hóp, syngja, spila, leika, hlusta og ræða saman, gerðu þátttöku
umsjónarkennara mjög eðlilega þó að tónmenntakennari hefði haft mesta frum-
kvæðið.
í almennum tíma var dæminu snúið við þannig að tónmenntakennari fylgdist
með nemendum, veitti aðstoð, tók þátt í umræðum og reyndi að gera sér grein fyrir
samstarfsmöguleikum í tengslum við námsefni sem fengist var við.
Á seinni önn vetrarins hefðu utankomandi aðilar ekki alltaf getað sagt hvor
væri bekkjarkennari og hvor tónmenntakennari. Landamærin milli „tónmennta-
tíma" og „almennra tíma" urðu æ óljósari. Oft var spilað á hljóðfæri inni í heima-
krók bekkjarstofu. Bekkjarkennarar voru farnir að ræða um tónverk sem nemendur
sömdu sjálfir, velja söngefni og koma með gagnlegar og áhugaverðar hugmyndir
tengdar tónlist.
Fundað var a.m.k. einu sinni í viku þar sem kennslan var skipulögð og var rætt
um margt, t.d. söng, tónlistarhugtök, nemendur sem tónskáld, notkun hljóðfæra,
hlustun, hlutverk kennarans í skapandi störfum, lestraraðferðir, tilfinninga- og
félagsþroska, samþættingu við aðrar greinar, líkamsþroska, hreyfingu og íþróttir.
BORG OG SVEIT
Hér á eftir verður fjallað um aðeins eitt viðfangsefni, „Borg og sveit", sem 2. og 3.
bekkur fékkst við í fimm til sex vikur.
Bekkjarkennari og nemendur byrjuðu á að ræða um sveit og borg og var stuðst
við bókina Komdu íleit um bæ og sveit. Talað var um hvaða munur væri á sveit og
borg, hvað væri hægt að gera í sveitinni og hvað í borginni. Þar komu fljótlega fram
hugmyndir eins og margt fólk, margir bílar, fuglasöngur, kyrrð, mengun af bílum,
hávaði, kindajarm. Nemendur voru miklir „landsbyggðarsinnar" og snerist um-
ræðan hjá þeim fljótlega upp í kosti sveitarinnar og galla borgarinnar. Eftir þessa
117