Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 155
STEFÁN BERGMANN
ÞÁTTASKIL í KYNFRÆÐSLU?
Um námsefnið
Lífsgildi og ákvarðanir
Kynfræðsla er eitt af skylduverkefnum grunnskólans og er lögum samkvæmt sam-
starfsverkefni skólayfirlæknis og menntamálaráðuneytisins (Lög nr. 25/1975; Lög nr.
16/1978 Aðalnámskrá grunnskóla 1989:175).
Saga kynfræðslu í íslenskum skólum hefur ekki verið skrifuð. Flest bendir til að
hún hafi lengi verið lítil og tilviljanakennd í íslenskum grunnskólum (Jón Þorvarð-
arson 1978; Óttar Guðmundsson 1990). Skriflegar umsagnir kennaranema sem
brautskráðst hafa undanfarin 10 ár frá KHÍ um kynfræðslu á eigin skólagöngu
benda til þess sama. Reynsla þeirra vísar aðallega til áranna 1975-1985 (Stefán Berg-
mann 1993).
Talsverð umræða varð um hlutverk kynfræðslu í skólum um miðjan áttunda
áratuginn í tengslum við frumvarp til laga utn ráðgjöf og fræðslu varðandi kynh'f og
barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Umræðan reis á ný í lok níunda
áratugarins og þá um kynfræðslu sem mikilvægan þátt í vörnum gegn alnæmi.
Haustið 1991 kom út hjá Námsgagnastofnun í fyrsta sinn ýtarlegt og fjölbreytt
námsefni á þessu sviði, Lífsgildi og ákvarðanir. Hér verður fjallað um aðdraganda að
útgáfu þess, samstarf sem komst á, tilraunakennslu og viðbrögð við efninu, út-
breiðslu þess fyrstu tvö árin og jafnframt settar fram ábendingar er varða framtíð
þess. Umrætt námsefni er viðamikið úrbótaverkefni á sviði kynfræðslu í skólum
sem getur markað þáttaskil og haft áhrif á skólaþróun ef vel er staðið að fram-
kvæmd þess.
Höfundur tók þátt í umræðufundum þegar undirbúnar voru ákvarðanir um
útgáfu námsefnisins Lífsgildi og ákvarðanir, einnig vinnufundum með tilrauna-
kennurum og umsjónarmönnum tilraunakennslunnar. Hann annaðist kynfræðslu-
námskeið fyrir kennaranema í kjarna kennaranáms í KHÍ á árunum 1980-1992.
VÍÐTÆKT SAMSTARF
Athyglisvert er hve margir aðilar tóku höndum saman um útgáfu á hinu nýja náms-
efni í kynfræðslu. Sóley Bender hjúkrunarfræðingur kannaði erlent námsefni til
kynfræðslu árið 1987 með tilstyrk landlæknisembættisins og mælti með því efni
sem hér um ræðir. Um þrjátíu aðilar, einkum starfsfólk skóla og fulltrúar heilbrigð-
isstétta, fjölluðu um efnið áður en ákvörðun var tekin um útgáfu þess. Þeir gáfu
umsagnir og gagnrýndu efnið. Eftirtaldar stofnanir lögðu fram starfskrafta, tóku á
sig kostnað eða studdu framgang verksins á annan hátt: Alþingi með sérstakri fjár-
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 2. árg. 1993
153