Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 8
294
Dauðinn í mjólk.
IÐUNN
saka miltið úr nokkrum óbreyttum enskum hermönn-
um, sem látist höfðu úr hinni svokölluðu Maltasótt.
Alice Evans var ekki annað en eins og hvert ann-
að fis á meðal þúsundanna, sem að liðnu nóni streyma
út úr hinum háreistu höllum í Washington, sem kosta
skattþegnana svo mikið fé. Þá hafði hún ekki hug-
mynd um, að þrjátíu árum áður hafði Maria Bruce
verið kölluð frá tennisleiknum til þess að halda á
apaköttum, sem maður hennar gerði tilraunir með.
Það var fyrir langalöngu síðan, þegar Bruce og kona
hans ötuðu sig út, svo að ekki var sjón að sjá, á við-
vaningslegum tilraunum við að hreinrækta sýkla, sem
enginn vissi, að væru til. Bruce hafði sníkt sér nokkra
miltisbita úr dauðum hermönnum i líkhúsinu á Malta,
og hjónakornin eyddu hveitibrauðsdögum sínum í að
eltast við það skaðræði, sem olli Maltasóttinni — sem
reyndist vera nokkurn veginn hnöttóttur gerill og hlaut
þess vegna hið vísindalega nafn »coccus«.
Þetta var löngu áður en Alice Evans sá heimsins
ljós. En hún er af velskum ættum, og var faðir henn-
ar bóndi i fjallabygðum Norður-Pennsylvaníu. Og
meðan hún lærði að ganga í þessu mishæðótta lands-
lagi, leiddu þau Bruce og kona hans i ljós, að hinn
nýfundni /cokkur þeirra olli íbúunum á Malta verkja
i sköflungum og liðamótum, veiklaði þá, jafnvel
drap þá með skæðri, langvarandi hitasótt. Og það
kom engan veginn sjaldan fyrir.
Áður en ungfrú Evans tók til starfa, litu læknavis-
indin svo á, að þetta væri fáséður sjúkdómur, sem
aðeins kæmi fyrir á Malta, eða í hæsta lagi i Mið-
jarðarhafslöndunum. Hann gat ekki haft hina minstu
þýðingu fyrir Alice Evans, sem sat yfir smásjánni í
rannsóknarstofu sinni i Washington og starði á mjólk-