Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 13
IÐUNN
Dauðinn i mjólk.
299
brýrnar og ekki litið frýnilega til þess, er stungið
hefði upp á öðru eins. Theobald Smith, sem naut
langmests álits og trausts allra gerlaleitarmanna í
Ameríku og var einna fyrstur til að finna Bangssýk-
ilinn í nýmjólk, hafði aldrei látið sér detta í hug, að
hann gæti unnið mönnum nokkurt mein, og því síður,
að hann -væri í ætt við sýkil Maltasóttarinnar. Og
það eitt, að hinn frægi Theobald hafði ekki talið
samanburðarins þörf, hefði átt að nægja til þess að
deyfa áhuga Alice Evans á slikum tilraunum.
Eichhorn hafði raunar álpast til að segja þetta án
þess að meina nokkurn skapaðan hlut með því. Eng-
inn aðstoðarmaður á gerlarannsóknarstofu var svo
mikill græningi, að hann vissi ekki, að Bangssýkillinn
var aflangur stafur, en Maltasýkillinn hnöttóttur kokk-
ur. Auðvitað höfðu einhverjir sérstaklega aðgætnir
menn stundum muldrað eitthvað um, að Brucessýkill-
inn gæti stöku sinnum litið út eins og stuttur stafur,
en í önnur skifti eins og mjög aflangur hnöttur.
4.
Og nú tók Alice Evans til starfa. Hún bað Náttúru-
gripasafnið um Brucessýklagróður og fékk skamt af
gerlum, sem í 21 ár höfðu alið aldur sinn utan manns-
likama og án þess að eitra nokkurn með Maltasótt.
Hún komst einnig yfir fimm aðra gróðurskamta, sem
henni voru látnir í té af Rannsóknarstofunni fyrir dýra-
lifeðlisfræði, þar sem sýklarnir höfðu um langan aldur
lifað iðjuleysislífi, fluttir úr einu prófglasi í annað,
kýlandi sig á gróðursúpu á stjórnarinnar kostnað. Þeir
voru smátt og smátt orðnir tamdir gerlar, sem rak
ekkert minni til, að forfeður þeirra hefðu, endur fyrir