Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 16
302
Dauðinn í nijólk.
IÐUNtt
burðarlaus, og þessi óvissa leiddi til þess, að hún
réðst í langvarandi, rækilegar tilraunir. Enn þá hélt hún
málinu leyndu. Mundu ráðamenn landbúnaðarins og
mjólkuriðnaðarins og heilbrigðisstjórnin renna grun í,
hvað það hefði að þýða, ef um sama sýkilinn væri
að ræða? Hún stóð aftur við rannsóknarborðið.
Nú var það blóðrannsóknin, úrslitarannsóknin um
það, hvort þessir gerlar væru bræður. Alice Evans
helti nákvæmlega mældum skömtum af gruggugum
vökva, miljónum af Maltagerlum í saltvatni, í heila
röð þrófglasa. Og við hliðina á þeim stóð nákvæm-
lega tilsvarandi röð prófglasa, sem hún helti í sams-
konar vökva með miljónum Bangssýkla.
Og í öll glösin lét hún nákvæmlega mælda, en
mismunandi stóra skamta af blóðvessa úr kú . . ..
þannig, að í glösunum urðu mismunandi þynningar
blóðvessans í saltvatni. Kýrin, sem blóðið hafði verið
tekið úr, hafði hvað eftir annað verið bólusett með
Bangssýklum, svo að blóðvessinn hafði fengið þann
einkennilega eiginleika að geta kakkað saman og felt
til botns Bangssýkla í saltvatni — en enga aðra gerla.
Ef í gerlasúpuna er látinn blóðvessi úr kú, sem orðin
er ónæm fyrir Bangssýklum, falla þeir til botns eins
og snjódrífa. Það er dásamlegt, vísindalegt og úr-
skerandi . . .
Löngu eftir að allir aðrir voru farnir úr bygging-
unni og hún var orðin ein eftir á rannsóknarstofunni,
gekk Alice Evans að gróðurskápnum, þar sem hún
hafði gengið frá hinum tveim röðum prófglasa. Hún
settist fyrir framan þau og ætlaði tæplega að trúa
sínum eigin augum.
»Það mun hafa verið hið mikla augnablik lífs mins«,