Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 20
306
Dauðinn i mjólk.
IÐUNN
raun um, hversu fáir Bangssýklar bærust úr kúnni
með mjólkinni — þar var ef til vill skýringarinnar að
leita á því, að þess sjúkdóms varð ekki vart, er lýsti
sér í því, að sjúklingurinn hafði skær augu og sótt-
hita án þess að veita því eftirtekt, síðan verki i
sköflungunum og kveljandi svitaböð á nóttunni . . ...
Og þó . . . og þó? Hún samdi nýja ritgerð til að
gera grein fyrir því, hvers vegna sóttarinnar yrði ekki
vart, jafnvel þó að sýklarnir væru tvíburar. Hún
þrjózkaðist við, þó að hægt færi . . . »Hins vegar
höfum vér enga vissu fyrir því, að ekki megi rekja
ýms tilfelli af kirtlabólgum, fósturlátum, ef til vill
einnig af sjúkdómum í öndunarfærunum til þess, að
sjúklingarnir hafi neytt ógerilsneyddrar kúamjólkur«.
Á ófriðarárunum fékst hún, sífelt óþekt, við gerla-
rannsóknir eins og svo margir aðrir. Af einskærri
heppni kom George McCoy augum á hana — þessi
óvenjulega sérkennilegi forstjóri, sem svo litla trú hefir
á að stjórna. Hann er mjög slunginn mannþekkjarú
Alice Evans hafði lokið sínu erfiða námi og ætlaði
nú að ráða sig til vinnu í rannsóknarstofu við herinn.
»Verið þér heldur kyr hjá okkur, ungfrú Evans«;.
sagði McCoy. »Þér gerið sama gagn með því að vinna
að rannsóknum á heilasótt hjá okkur eins og vify
herinn«.
Nú hafði Alice Evans heimild til að taka blóð„
kryfja lifandi dýr, bólusetja og gera hverskonar til-
raunir á lifandi og dauðum dýrum í sambandi við
sjúkdóma. Hún var svo önnum kafin að eltast við
kokkinn, sem veldur heilasóttinni og drap ungu her-
mennina í herbúðunum, áður en þeir fengu tækifæri
til að láta skjóta sig á vígvellinum, að hún gleymdi