Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Síða 22
308
Dauðinn i mjólk.
IÐUNN
gerlinum — þreytt og slöpp — yfir fjölda blóðsýnis-
horna, sem dugnaðarmaðurinn Lake hafði sent henni.
Hún var brött á hverjum morgni, en á kvöldin gat
hún aðeins dregist heim, með kuldahrolli, slituppgef-
in, ákvað að mæla sig, gleymdi því aftur . . .
Þá var það einn daginn, að póstböggull lá á rann-
sóknarborðinu hennar. Alice Evans opnaði hann alt
annað en hátíðlega, og innan úr honum ultu tvö
lítil prófglös. í bréfi, sem barst henni með sama pósti,
var spurst fyrir um, hvort það væri kálfsburðarsótt-
arsýkill Bangs eða Maltasóttarsýkill Bruces, sem væri
i glösunum. Bréfið og sýnishornin voru frá gerlaleit-
armanninum Amoss og aðstoðarlækni hans, Keefer,
við hið fræga Johns Hopkins sjúkrahús í Baltimore.
Trúa hefði mátt, að þeir hefðu getað fundið þetta út
sjálfir á jafn vísindalegri stofnun . . . hún var veru-
lega slöpp í dag, það var hún sannarlega . . . en
látum okkur líta á það.
Amoss haf ði h vorki meira né minna en lesið gömlu grein-
ina hennar um tvíburagerlana, Bruces- og Bangssýklana.
Gerlarnir í sýnishornunum voru úr manni, sem vik-
um saman hafði legið veikur á Johns Hopkins sjúkra-
húsinu. Blóðið úr honum sýndi jákvæða svörun, bæði
við Bangs- og Brucessýklum. Sjúkdómur hans hafði
virzt eitthvað leyndardómsfullur, og til þessarar blóð-
rannsóknar hafði verið gripið sem síðasta úræðis.
Ef þetta hefði verið á Malta, hefði enginn læknir þar
verið í vafa um, að um Maltasótt væri að ræða. En
þetta var nú í Ameríku, og sjúklingurinn hafði svarið
og sárt við lagt, að hann hefði aldrei á æfi sinni svo
mikið sem bragðað geitamjólk . . . en aftur á móti
hafði hann verið sérstaklega sólginn í kúamjólk —
sem hann hafði jafnan drukkið ógerilsneydda.