Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Síða 24
310
Dauðinn i mjólk.
IÐUNN
— til allrar hamingju var henni enn dulið, að hinar
kænlegu rannsóknir hennar nægðu alls ekki til að greina
sundur sýklana.
En úr þvi að kúagerillinn gat gert menn veika,
hlaut mannagerillinn, Maltasýkillinn . . . að geta sýkt
kýr. Hún leitaði á ný uppi gamla vini sína á Rann-
sóknarstofunni fyrir dýralífeðlisfræði og fékk þeim
gróður af Brucessýklum, sem teknir höfðu verið úr
manni í Arizona, er hafði verið svo léttúðugur að
drekka geitamjólk. Þessi sýkill kom því til vegar, að
kálffull kýr lét burðinum, öldungis eins og hún hefði
verið sýkt með Bangssýkli — í reyndinni voru þessir
tveir gerlar því sami sýkillinn. Nú var hún búin. Hún
gekk með svimandi sótthita og nagandi verki í öllum
limum. Hún gafst upp og var lögð á sjúkrahús.
Og á alþjóðaþingi mjólkuriðnaðarins i Sýrakúsa í
október 1923 var hinn fyrsti djarflega orðaði, vísinda-
legi fyrirlestur hennar fluttur — af öðrum. Alice Ev-
ans var ekki lengur »ambúlant«. Frægir húsdýrafræð-
ingar úr öllum heimsins lönd m sátu og hlýddu á.
»Menn spyrja með vaxandi áhuga: Hvers vegna
þekkjum vér engan sjúkdóm, er líkist Maltasóttinni
og rekja má til neyzlu ógerilsneyddrar mjólkur?« —
Hér lögðu hinir lærðu mjólkursérfræðingar hlustirn-
ar við
»Vissulega væri það fróðlegt rannsóknarefni, hvort
ýms minni háttar hitasóttariilfelli eigi ekki rót sína að
rekja til smitunar með kálfsburðarsóttarsýkli Bangs —
þar sem mönnum dyljast í sífellu orsakirnar til margra
slíkra sjúkdómstilfella!«
Þessi unga stúlka, sem svo lítið hafði mátt sin hing-
að til, gerðist því djarfari, því lengra sem kom fram
i erindið: