Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 25
ÍÐUNN Dauðinn i mjólk. 311 -> »Þó að ekki væru aðrar ástæður fyrir hendi til að flytja mjólkina gerilsneydda til neytendanna, verða það að teljast heimskulegar aðfarir að drekka ógeril- sneydda mjólk, smitaða kálfsburðarsóttarsýklum«. Allir tilheyrendurnir vissu að sjálfsögðu, að það var ekki eingöngu mjólkin í Ameríku, heldur öll heims- ins mjólk, sem var gegnsmituð Bangssýklum. Stuttu síðar, þegar Alice Evans hafði náð sér svo, að hún gat um tíma staulast til og frá rauðu tígul- steinsbyggingunni, veitti hún því eftirtekt, að aðstoð- armaður hennar á rannsóknarstofunni, Pooler, var veikur og máttfarinn. Hann hafði verið að sýsla við Bangs- og Brucessýkla . . . var því um að kenna? Hún rannsakaði blóðið úr honum. Nei, það var ekk- ert. En við þessa rannsókn notaði ungfrú Evans sitt eigið blóð, sem var talið heilbrigt, til samanburðar. Blóð Alice Evans gaf jákvæða svörun við öldusótt- inni. Fyrir einskæra tilviljun komst hún að þvi, hvað að henni gekk. 8. Það gekk skrykkjótt með heilsuna. Af því að hún var kona meðal þessara harðjaxla, karlmannanna, sem unnu með henni á rannsóknarstofunni, var henni óljúft að bera sig altof illa. Þetta kvenfólk . . . Hún taldi víst, að svo myndu þeir þegar hugsa. Hún gerð- ist hæruskotin, sem var meira áberandi fyrir það, að hún var dökkhærð, og hún var þegar tekin að drag- ast aftur úr í sókninni, er athyglin tók að beinast að öldusóttinni og hneykslunum í sambandi við hana. Það var ekki laust við að vera skoplegt, að Alice Evans, sem hvorki var frægur læknir né kunnur dýra- læknir, en blátt áfram stúlkutetur, sem vann hvers-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.