Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Qupperneq 29
IÐUNN
Dauðinn i mjólk.
315
eftirtektarvert: Ungu mennirnir, sem smitast höfðu,
lágu nú fyrir dauðans dyrum.
Carpenter var út á við mjög efandi, jafnvel blátt
áfram óttasleginn. Nú færði hann út verksvið sitt og
gróf upp fimm, tíu og loks seytján tilfelli af þessum
sjúkdómi í mönnum, sjúkdómi, sem ekki átti að vera
"til — þetta var í umhverfi Ithaca einu saman, og nú
þótti læknunum í Ithaca ráðlegra að stilla sig um að
'hlæja sínum hæðnishlátri. Þá var sölumjólkin í Ithaca
•ekki gerilsneydd. Allir sjúklingarnir, sem fengið höfðu
sótthita, verki, taugatruflanir, höfðu, að einum undan-
teknum, daglega neytt ógerilsneyddrar mjólkur úr
kúm, sem smitaðar voru Bangssýklum. Og þessi eini
var gerlaleitarmaður, sem hafði farið með miljónir
Bangssýkla í rannsóknarstofu sinni.
íbúarnir í Ithaca tóku að krefjast gerilsneyddrar
mjólkur. Og Carpenter sýndi fram á, að Pasteurshit-
un upp i 75° á Celsíus nægði til að drepa hina ill-
-vígustu Bangssýkla.
9.
Nú hefði mátt ætla, að þetta hefði nægt til að
ýta við læknastéttinni og gera Alice Evans að hetju,
en ó-nei. Mér er í fersku minni hið órólega hviskur,
þegar rætt var um þetta mál af mjólkurframleiðend-
um og mjólkursölum árið 1927. Mönnum kom saman
um, að óráðlegt væri að tala hátt um málið og enn
óráðlegra að hreyfa því opinberlega.
Ekki er hægt að álasa iðnrekstri, sem svo mikið á
í hættu sem mjólkuriðnaðurinn átti hér, þó að hann
gerist órólegur, þegar fullyrt er, að iðnaðarframleiðsl-
an, mjólkin — hin eina alfullkomna fæðutegund —
sé eitruð, blátt áfram banvæn. Það var aldrei nema