Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 30
316 Dauðinn i mjólk. iÐUNPí." mannlegt, að menn neituðu að tn'ia þvi. Og nú suð- uðu röksemdirnar fyrir eyrunum á Carpenter. Aðeins geitasóttkveikjur gátu sýkt menn, var sagt. En ekki einn einn einasti af sjúklingunum hafði komið nálægt geit, hvað þá drukkið geitamjólk. En þá var Theó- bald Smith dreginn inn í deiluna, hinn merkasti allra; gerlaleitarmanna Ameríku, og hann hafði athugað mál- ið og látið í ljós það álit, að ef einhver BangssýkilL gæti sýkt menn, hlyti það að vera sá sýkill, sem olli burðarsótt í svínum, en ekki kúasýkillinn. Það verður að segjast Carpenter til afsökunar, að' það var ekki af ósæmilegri lítilsvirðingu á hinum mikla manni, Smith, að hann lét ekki málið á sig ganga, en hélt áfram sínu striki. Carpenter var aðeins svo sjálfstæður í hugsun, svo þyrstur í staðreyndir og svo sauðþrár, að hann gat ekki komið áliti Smiths heim og saman við það, að enginn einasti af sjúkl- ingunum í Ithaca hafði haft hið minsta saman við' svín að sælda. Svínin í nágrenninu létu alls ekki grís- unum. Sjúklingarnir höfðu ekki fengist við slátrun svína. Þeir voru ekki svínahirðar né svínabændur,, heldur stúdentar, húsmæður, sumir þeirra jafnvel há- skólakennarar — sem samkvæmt embætti sínu urðu að teljast standa svínum allfjarri. Og þeir höfðu allir drukkið ógerilsneydda mjólk úr smituðum kúm. Nú spýtti Carpenter blóði úr fimm sjúklingum íi kálffullar kýr, sem aldrei höfðu fengið aðkenningu af kálfsburðarsótt Bangs — og þær létu allar með tölu kálfunum þegar í stað. Aðeins einn kálfurinn kom lif- andi. Carpenter hélt þannig áfram að svara röksemd- um með tilraunum. Það voru seinvirk, en rækileg og;

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.