Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 33
IÐUNN Dauðinn í mjólk. 319' smitað. Svínasmitunin var það moldryk, sem þyrlað var upp, og með því reyndu skuggapiltarnir að bjarga við málinu. Og það var þeim giftudrýgst, að fólk,. sem hafði sýkst, án þess að koma nálægt svínunv en hinsvegar af því einu að drekka ógerilsneydda mjólk, það var alt óþekt fólk og lítils megandi. Þá kom fyrir sá sorglegi atburður i South Bend í Indiana, að frægur skurðlæknir, sem veikst hafði haustið 1927, hafði höfuðverk, bæði í enninu og hnakk- anum, gat hvorki etið né sofið, en bylti sér eirðar- laus allar nætur með einkennilegri angistartilfinningu — batnaði og fór á fætur, tók til að skera fólk á ný, en varð enn veikur og lagðist í rúmið. Hann var svo mikils háttar maður, að fremstu menn lyflæknis- deildar háskólasjúkrahússins tóku hann til rækilegrar rannsóknar. Samtimis voru þrettán sjúklingar aðrir í South Bend, sem leið nákvæmlega eins. Á sjúkdóm þeirra höfðu Iæknarnir slett ýmsum nöfnum, þar á meðal syfilis, gallsteinum, gigt, taugaveiki og berklaveiki, Með sjúklingana var farið í samræmi við sjúkdóms- greiningu hvers eins — án árangurs, sem var leitt fyrir þá. En hvað átti að gera við hinn fræga skurð- lækni! Fremstu vísindamenn læknadeildar háskólans héldiu ráðstefnu við sjúkrabeð hans, báru saman bækurnar, reyndu alt; þeir breiddu úr öllum vísindum sínum fyrir hann. Og þeir enduðu á þvi að rannsaka, hvort hann gæti verið smitaður Bangssýklum. Og svörunin varð jákvæð. Hann hafði drukkið »ógrynni af ógerilsneyddri mjólk og rjóma frá kúa- búi, sem í voru tuttugu og ein kýr«, en þegar rann- sakað var, reyndust þrjár þeirra smitaðar Bangssýkl-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.