Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 34
320 Dauðinn í mjólk. IÐUNN um. Tveir snjallir læknar í South Bend, Giordano og Sensenich, sýndu nú fram á, að þrettán aðrir sjúkl- ingar og enn tuttugu og einn, tiltölulega brattir, en eitthvað undarlegir, höfðu allir öldusótt af völdum Bangssýkilsins. Og enginn þessara sjúklinga fékst við sláhun né svínarœkt. Þeir voru blátt áfram venjulegt fólk, sem drakk ógerilsneydda mjólk. Auk hins fræga skurðlæknis fékk nú annar frægur læknir í South Bend öldusótt, og það var of mikið af svo góðu. Nú átti það sér stað, sem blöðin kalla: »Mikil hreyfing i læknaheiminum«. Það kom sér vel fyrir íbúana i South Bend (og þó ekki fyrir hina tvo frægu Iækna), að heldra fólkið í bænum hafði drukkið svo mikið af ógerilsneyddri mjólk. En Ameríka er mikið land, og enginn utan :South Bend hafði af því nokkra gleði. 11. En meðan þessu fór fram, hafði Bangssýkillinn, eft- ir ýmsum krókaleiðum, aftur komið i heimsókn i rauðu tígulsteinsbygginguna, í þetta skifti ekki til ungfrú Evans, heldur til Eddie Francis. Goldberger og George McCoy, forstjórinn, og Francis voru gamlir ■og reyndir stríðsmenn, hinir þrír skotliðar, hörkutól, sem buðu dauðanum byrginn, enda hafði kæruleysi þeirra gagnvart öllum hættum innblásið Spencer, er hann tók til starfa. Þegar ungfrú Evans vistaði sig í rauðu tígulsteinsbyggingunni á Fjallinu, hafði Francis — vægast sagt — ypt öxlum við hinum æfintýralegu kenningum hennar um, að Bruces- og Bangssýklarnir væru bræður og tviburar. Það var ekki af lítilsvirð- ingu á ungfrú Evans — þó að hann geri yfirleitt ekki imikið úr kvenfólki við vísindastörf. Hann var aðeins

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.