Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 38
324 Dauðinn i mjólk. IÐUNN það kjarni málsins að geta sannprófað það með til- raunum, hvort ákveðinn gerlagróður á rót sína að rekja til svína eða kúa«. Það, sem Francis taldi þurfa að greiða úr, var ekki vísindaleg deila um keisarans skegg, heldur vildi hann ráða þessa einföldu gátu: Var hægt að finna með vissu, hvort Bruces- eða Bangssýklar í mjólk væru úr kúm eða svínum, og var þannig hægt að rekja ferilinn til hinna þjáðu likama öldusóttarsjúklinganna? 12. Hann tók til starfa í ágúst 1928, og 5. nóvember um haustið fór hann að kenna köldufloga rétt fyrir kl. 5 síðdegis, og fylgdu þeim nagandi verkir í brjósti, þur hósti, sárir verkir aftan við augun og í enninu. 13. nóvember hjálpaði hann félögum sínum til að finna öldusóttarsýkilinn í sínu eigin blóði. Um vetur- inn varð hann yfirkominn af sóttinni, og í marz varð hann að ganga undir alvarlegan uppskurð, eftir að hafa haltrað allan veturinn á hækjum til að hlífa vinstra fætinum, sem hann gat ekki tylt í. Um vorið 1929 var hann kominn til vinnu sinnar aftur, sólbrendur og í góðum holdum, hressari útlits en ég hafði séð hann áður, en hann vann aðeins hálfan daginn — þegar leið að hádegi, varð hann undarlega þreyttur. »Fjandinn hefir mig enn þá í greip- inni«, sagði hann hlæjandi. Sumir fullyrða, að rannsóknarmennirnir í rauðu tíg- ulsteinsbyggingunni séu blátt áfram sóðar — og að það sé þess vegna, að þeir sýkjast svo títt af þeim sýklum, sem þeir eru að rannsaka. Aðrir fullyrða — og ég læt ósagt, hvað þeim gengur til — að þeir skeyti ekkert um hætturnar, aðeins til að geta stært

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.