Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 41
IÐUNN Dauðinn í mjólk. 327 anna. Skrásett tilfelli höfðu stigið úr nokkrum tylftum árið 1926 og upp í rúmlega tvö þúsund árið 1929. Alice Evans hefir auðvitað fyrir löngu lokið sínu hlutverki — og nú er það á valdi almennings, hvort hann vill fá öldusótt eða ekki. Walt Simpson og Daytonlæknarnir hafa sýnt fram á, hvað gera skal. Simpson getur ekki umborið menn, sem gefa sig þjáningum á vald að nauðsynjalausu, og hann hefir fengið Daytonlæknana til að líta eins á málið. Það tók þá í sameiningu eina tvo mánuði að uppgötva yfir sjötíu öldusóttartilfelli í Dayton og þar í grend. Þeir hafa einnig kent oss, að öldusótt er jafn auð- velt að greina eins og t. d. hettusótt og mislinga. Læknar geta nú borið kensl á hana með þvi að beita berum augum og heilbrigðri skynsemi, en til frekari fullvissu senda þeir blóðsýnishorn til Simpson, sem sker úr. Simpson og hinir áhugasömu aðstoðarmenn hans — þeir eru allir of hæverskir til að kalla sig visinda- menn — hafa á hinn glæsilegasta hátt sýnt fram á og styðjast við viðtækar athuganir, að þessi skæða sótt tekur fólk, sem drekkur ógerilsneydda mjólk, en snertir ekki við öðru fólki. Fyrir hálfu öðru ári síðan var byrjað á því í Dayton og í útborg hennar, Oakwood, að gerilsneyða mjólk- ina og einnig mjólk frá hinum tignu, mikilsmetnu kúabúum, sem starfrækt voru undir yfirlætisfullu dýra- lækniseftirliti. Síðan hefir ekki orðið vart við eitt einasta tilfelli af sóttinni. Auðvitað er litið svo á Simpson og félaga hans í Dayton, að þeir séu ekki lausir við sérvizku og of- stæki, og það eru ekki miklu fleiri en þrjátíu bæir,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.