Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 42
328
Dauðinn í mjólk.
IÐUNN
sem enn þá hafa farið að dæmi þeirra og krafist al-
mennrar gerilsneyðingar mjólkur.
Fólk kýs enn þá að láta skeika að sköpuðu og
huggar sig við þá vafasömu staðreynd, að menn þurfi
að neyta mjög mikils af ógerilsneyddri mjólk til þess
að fá öldusótt.
Það er líka mjög visindaleg og skemtileg kenning,
að engan veginn allir, sem neyta ógerilsneyddrar
mjólkur, séu næmir fyrir sóttinni. Það er aðeins sú
skuggahlið á þeirri kenningu . . . að enginn getur
vitað, hvort hann er næmur eða ónæmur, fyr en hann
er sjálfur orðinn veikur.
Það er hverju orði sannara, að þetta hrædda fólk,
sem dúðar sig í ótrúlegustu flíkur og þorir varla að
anda af umhyggju fyirir heilsu sinni — og er síveikt
af ótta við sjúkdóma — er hvorttveggja í senn, brjóst-
umkennanlegt og hlægilegt fólk. En engu að síður
eru til handhægar varúðarráðstafanir, sem eiga fullan
rétt á sér og hægt er að mæla með. Ef þú vilt lifa
lengi í fullu fjöri og njóta óskertrar vinnugleði, skaltu
fara að mínu dæmi. Eg bragða aldrei mjólk fyr en
eg hefi spurt: Er hún gerilsneyddl — og fengið það
staðfest.