Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 44
330 Með strandmenn til Reykjavikur. IÐUNN upp með Breiðá og stefndu beint upp að jökli. Er það um fimm kílómetra leið. Klöngruðust þeir upp á jökulinn, komust á jökli vestur fyrir upptök Breiðár og héldu svo niður á sandinn aftur, vestan megin árinnar En eftir tæpan fimtán mínútna gang vestur sandinn varð svo nefnd Fjallsá á vegi þeirra, og yfir hana treystu þeir sér ekki. Voru þeir því teptir milli þessara vatna, í Króki svonefndum, uppi undir jökli. En þennan sama dag bar svo til, að Björn Páls- son bóndi á Kviskerjum, sem er bær á vestan verðum Breiðamerkursandi, reið á reka á fjörurnar í grend við strandstaðinn. Var þá óhreint skygni, svo að hann kom ekki auga á skipið, fyr en hann átti stutta leið að því. Lá það í flæðarmáli og sneri fram- stafni á land. En Breiðárós var milli Björns og skips- ins. Reið Björn upp á ísana, sem voru á lóninu fyrir ofan ósinn, til þess að komast að skipinu. Þegar hann kemur í fjöruna austan megin óssins, sér hann mannaför í sandinum. Liggja þau upp frá skipinu og upp á ísana fyrir austan Breiðá. Lengra gat Björn ekki rakið sporin. Tekur hann þá að hugleiða, í hvaða átt mennirnir hefðu haldið. Datt honum fyrst í hug, að þeir kynnu að hafa farið austur með fjörunum og þá auðvitað teptst við Jökulsá. Björn ræður það því af að ríða austur og skygnast um í grend við ána. En þar varð hann engu vísari. Hélt hann þá upp með ánni upp að jökli og þaðan vestur með jöklinum, ef hugsast gæti, að mennirnir Ieyndust þar einhvers staðar inni á milli jökulaldnanna. Eftir langa reið vestur með jökulbrúninni rekst hann loks á strandmennina i Króki fyrnefndum. Var þá orðið hálfrokkið og sex stiga frost. Hímdu þeir í jökul-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.