Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 48
334 Með strandmenn til Reykjavíkur. IÐUNN Daginn eftir var farið yfir Mýrdalssand. Þá var austanbylur, en þó gott ratfæri, því að sandurinn var stikaður og torfærur engar að farartálma. Um kvöld- ið náðu þeir að Vík og gistu hjá Halldóri kaupmanni Jónssyni og Þorsteini kaupmanni Jónssyni. Frá Vík héldu þeir næsta dag í stormi og snjókomu. Var kominn hnésnjór um kvöldið, er þeir komu að Þorvaldseyri. Allir ferðamennirnir nema tveir gistu að Eyri hjá Þorvaldi Björnssyni. Þar varð þeim sérstak- lega starsýnt á hrossahnapp geysimikinn. Var þeirm sagt, að Þorvaldur ætti þá 90 hross. Þá var á Eyrt kerling ein gömul, sem skaraði fram úr öllum heima- mönnum í að þekkja hrossin hvert frá öðru. Tveir úr leiðangrinum, þeir Björn á Kvískerjum og Gísli í Svínafelli, héldu þetta kvöld með sjö hesta út að Vossabæ og gistu í eystri bænum. Þar voru húsa- kynni mjög lítil og léleg. Baðstofan var litlu meira en rúmlengd, með moldargólfi. Rúm voru þar tvö, sitt undir hvorum vegg. Sváfu hjónin í öðru rúminu> en dóttir þeirra uppkomin í hinu, því að fleira fólk var ekki á bænum. Þennan dag var baðað fé í Vossabæ. Komu böð- unarmennirnir votir inn í baðstofuna, eftir að Öræf- ingarnir voru seztir inn, og drukku þar kaffi. Rann úr þeim bleytan niður á moldargólfið, og var þá frem- ur óvistlegt um að litast í baðstofunni. Húsfreyjan talaði margt við Öræfingana og var mjög óðamála. Sagði hún þeim margar sögur úr ná- grenninu. En einkum varð henni þó tíðrætt um^hjálp- semi sína við nábúana. Nefndi hún það sem dæmi, að hún hefði getið nágrannakonu sinni heila skán undir pottinn, þegar baðað hefði verið þar á bænunr Þegar fór að líða að háttatíma, tóku gestirnir að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.