Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 53
IÐUNN
Með strandmenn til Reykjavikur.
339
hann um leið í hestinn, sem hann var bundinn aftan i.
Við þau átök skreppur sá hestur í, svo að hann ligg-
ur á kviðnum á ísnum, en fremsta hestinn tókst Birni
að losa úr lestinni. Þetta gerðist alt í mjög skjótri svipan.
í þessum svifum eru þeir Eggert og Klemens staddir
örlitlu austar i fljótinu með hesta, sem þeir eru að
koma yfir. Verður þeim þá litið við og sjá, að hest-
arnir eru komnir ofan í við vesturbakkann. Biður
Eggert þá Klemens [að reyna fyrir hestum þeirra,
meðan hann bregði sér til Björns, því að »þetta ætlar
ekki að fara vel«. Hleypur Eggert þvi næst til Björns.
Nemur hann staðar straummegin við hestana og tekur
að bisa við að ná ofan af þeim kofortunum.
Rétt í því er Eggert ber þar að, þrífur Björn hníf
upp úr vasa sínum og ætlar að skera á tauminn og
snúa aftasta hestinum til sama lands. En samstundis
sjá þeir ísinn bresta skamt fyrir ofan sig, og á svip-
stundu læsir bresturinn sig alt i kring um þá, og
áður en þeir vita af, eru þeir staddir á stórum jaka,
en undir er jökulgrátt hyldýpi. Skiftir það engum
togum, að efri brún jakans rís undan straumþung-
anum, jakinn sporðreisist, hvolfist^' yfir þá og báða
aftari hestana og alt sogast hljóðlaust á kaf niður í
fljótið og hverfur undir ísbreiðuna. Hvarf Eggert litlu
á eftir Birni.
Nú er það af Klemens að segja, að hann sleppir
hestunum og tekur á rás eftir Eggert, þegar hann er
kominn hér um bil hálfa leið til Björns, ef unt væri
að veita þeim einhverja hjálp. En slysið bar að með
svo mikilli skyndingu, að Björn og hestarnir eru
horfnir undir ísbreiðuna, þegar Klemens kemur á
vakarbarminn, og Eggert er síginn niður í vatnið upp
undir geirvörtur. Kastar Klemens sér kylliflötum á
22*