Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 54
340 Með strandmenn til Reykjavíkur. IÐUNN skörina og réttir til hans broddstaf, en áður en Eggert næði handarhaldi á stafnum, sogast hann undir skör- ina, og horfast þeir í augu eitt andartak í því að slraumurinn þrýstir honum undir ísbreiðuna. í sama vetfangi sést ekkert annað eftir af Eggert en höfuð- fatið, fljótandi við vakarbarminm. Nú snýr Klemens sér að Hjörleifi, sem var staddur nokkra faðma fyrir austan Björn, er slysið vildi til, og spyr, hvort þeir eigi ekki að ganga niður að næstu vök, ef ske kynni, að einhverju skyti þar upp. En Hjörleifi varð svo mikið um atburði þessa, að hann var mjög vondaufur um, að það bæri nokkurn árang- ur. Hieypur þó Klemens niður með ísbreiðunni, sem þeir hurfu undir, en hún var á að gizka þrjátíu til fjörutíu faðma á breidd. Fyrir neðan hana tók við álíka breið vök. Nú víkur sögunni til Björns. Um leið og hann hvirfl- ast niður í vatnið, verður honum það ósjálfrátt fyrir að grípa í taglið á aftasta hestinum og halda sér þar dauðahaldi. Rekur þá báða niður eftir fljótinu undir ísbreiðunni, og er straumþunginn svo inikill, að Björn liggur láréttur í vatninu, því að hann var léttari fyrir straumnum en hesturinn. Eftir litla stund tekur Björn að hugleiða, að hann sé að engu bæitari með því að halda í taglið á hestinum, því að þeir séu jafntapað- ir báðir. Sleppir hann þá tökunum. Rétt í því finnur hinn til botns og tekst að koma fótum fyrir sig, svo að hann fær staðið í vatninu. Dettur honum þá í hug að reyna að vaða á móti straumnum upp í vökina, sem hann fór niður um, ef hugsast gæti það óhugs' anlega, að hann næði þar til lands. En áður en hann varir, missir hann aftur fótanna og sendist áfram ósjálfbjarga með straumfallinu. Man hann svo það eitt,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.