Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Qupperneq 61
IÐUNN
Ljós heimsins.
347
sín i hvorum stað. Enginn hetjuskapur. Andríki i minna lagi.
Miður aðlaðandi heimur, fýla, fátt um hugarhressingar; og
samt, það er heimurinn; vandamál heimsins eru á dagskrá;
hugðarefni mannkynsins. Og upp úr þessum ótérlega, fúllynda
heimi rís snögglega hin dýrlega goðsögn um ljós heimsins,
Stefa Ketil, og bregður ljóma yfir sálir mannanna; að minsta
kosti þeirra, sem trúa á hann og elska hann, — eða hét hann
Stanleifur Ketill? Eitt er víst, hann gekk um kring hér á jörð-
inni og sló Jakka Jónsson niður, þetta biksvarta kvikindi, —
eða var hann sleginn niður af Jakka Jónssyni? Hvað um það,
hann virðist hafa verið fullur náðar og sannleika, já sannkall-
að heimsins ljós, »og faðir hans skaut hann niður eins og
hund-.
Vér könnumst öll við deilurnar um ljós heimsins.
H. K. L.
Þegar barmaðurinn sá okkur koma inn uin dyrnar,
rétti hann sig upp og lét glerlok yfir tvær krukkur
með ókeypis viðbít.
Gef mér bjór, sagði ég. Hann tappaði af, slétti um
froðuna með spaðanum, hélt glasinu á lofti. Ég setti
fimmsentinginn á borðið, og hann ýtti til mín bjórnum.
Og þú? spurði hann Tomm.
Bjór.
Hann tappaði þann bjór af, slétti um, og þegar
hann sá peninginn, hratt hann bjórnum yfir til Tomms.
Hvað er að? sagði Tomm.
Barmaðurinn ansaði honum ekki. Hann horfði yfir
okkur og sagði: Og þú, við manninn, sem kom inn.
Korn, sagði maðurinn. Barmaðurinn tók fram flösk-
una og staup og vatnsglas.
Tomm rétti sig upp og tók lokin af krukkunum
með ókeypisviðbítnum. Það var krukka með súrsuðum
svínakjúkum, og það var einhver tilfæring í því, eins-