Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 62
348
Ljós heimsins.
IÐUNN
konar skæri með tréforkum á endanum til að ná því
upp úr með.
Nei, sagði barmaðurinn og lét lokið aftur á krukk-
una. Tomm hélt á tréskærunum. Láttu þau þar, sem
þau voru, sagði barmaðurinn.
Þú veizt, hvar þau voru, sagði Tomm.
Barmaðurinn beygði sig og seildist með hendinni
inn undir barinn og hafði ekki af okkur augun. Ég
lét fimmtiu sent á borðið, og þá rétti hann úr sér. Hvað
vildir þú? sagði hann.
Bjór, sagði ég, og áður en hann tappaði af tók
hann lokin af báðum krukkunum.
Það leggur pestina af þessum djöfuls svínsklauf-
um þínum, sagði Tomm og hrækti því, sem hann
hafði upp í sér, á gólfið. Barmaðurinn sagði ekki
neitt. Maðurinn, sem hafði drukkið kornbrennivínið,
borgaði og fór, án þess að líta um hæl.
Það leggur pestina af sjálfum þér, sagði barmaður-
inn. Það leggur pestina af ykkur öllum, þessum
drullusokkum.
Hann segir við séum drullusokkar, sagði Tomm
við mig.
Heyrðu, sagði ég. Við skulum fara.
Farið þið til andskotans, bölvaðir drullusokkarnir,
sagði barmaðurinn.
Sagði ég ekki að við værum að fara, sagði ég. Það
var ekki þín hugmynd.
Við komum aftur, sagði Tom.
Þið komið ekki aftur, sagði barmaðurinn.
Segðu honum skjátlist, sagði Tomm og sneri sér til
mín.
Komdu, sagði ég.
Úti var gott og dimt.