Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Síða 64
350
Ljós heimsins.
IÐUNN
stærsti kvenmaður. Hún var í kjól úr þess konar silki
sem skiftir litum. Það voru tvær aðrar hórur, sem
voru nærri eins stórar, en sú stóra hlýtur að hafa
gert þrjú hundruð og fimmtíu pund. Það var á tak-
mörkunum, að maður gæti trúað að hún væri ekta,
þegar maður leit á hana. Þessar þrjár voru allar í
sanséruðu. Þær voru gasalegar. Hinar tvær voru bara
alvanalegar hórur, með upplitað hár.
Sko lúkurnar á honum, sagði maðurinn og kinkaði
kolli til kokksins. Hóran hló aftur og hristist eins og
hún lagði sig.
Kokkurinn leit til hennar og sagði snögt: Sjá svona
viðbjóðslegan fleskhaug. Hún hélt áfram að hlæja og
hristast.
Ó Jesús minn, sagði hún. Ó sæti Jesús.
Hinar hórurnar tvær, þær stóru, voru mjög kyrlátar
og settar, eins og þær stigu ekki í það, en þær voru
gasalegar, þær voru næstum þvi eins stórar og sú
stærsta. Þær hafa báðar gert sín tvö hundruð og fimm-
tiu pund. Hinar tvær voru virðulegar.
Mennirnir, auk kokksins og mannsins, sem talaði,
það voru tveir aðrir timburjóar, einn, sem hlustaði
forvitinn, en dálítið feiminn, og annar, sem virtist alt
af hér um bil kominn að því að segja eitthvað, og
tveir Svíar. Tveir rauðskinnar sátu við endann á
bekknum, og einn hallaðist upp að veggnum.
Maðurinn, sem var að því kominn að segja eitt-
hvað, gat ekki lengur orða bundist og sagði við mig
i hljóði: Það hlýtur að vera eins og fara upp á heylön.
Ég hló og sagði Tomma það.
Mér er eiður sær, sagði hann, hvergi hef ég nú
vitað sona fyr. Líttu á þessar þrjár. Þá tók kokkurinn
til máls: