Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 65
IÐUNN Ljós heimsins. 35Í Hvað eru þið gamlir, drengir? Ég er níutíu og sex og hann er sextíu og níu,. sagði Tomm. Ho, ho, ho, sagði stóra mellan og skalf af hlátri. Hún hafði eiginlega mjög viðkunnanlega rödd. Hinar hór- urnar brostu ekki. Æ, getið þið ekki verið alminlegir, sagði kokkurinn. Ég spurði bara sona blátt áfram. Við erum seytján og nítján, sagði ég. Hvað er að þér? sagði Tomm við mig. Það er alt í lagi. Þið getið kallað mig Lísu, sagði stóra mellan og: byrjaði síðan að hristast á ný. Heitirðu það? sagði Tomm. Náttúrlega, sagði hún. Lísa. Er það ekki? — hún sneri sér að manninum, sem sat hjá kokknum. Lísa. Alveg rétt. Já, það var sosum auðvitað, þú heitir soleiðis,. sagði kokkurinn. Það er mitt eigið nafn, sagði Lisa. Hvað heita hinar stelpurnar? sagði Tomm. Hesla og Etna, sagði Lísa. Hesla og Etna brostu.. Þær voru ekki mjög klárar. Hvað heitir þú? sagði ég við aðra þá ljósu. Franska, sagði hún. Franska hvað? Franska Vilson, eða hvað varðar þig um það? En þú? spurði ég hina. Ég ansa ekki frekju, sagði hún. Hann vill bara að við verðum kunningjar, sagði: maðurinn, sem talaði. Viljið þið ekki verða kunnug?' Nei, sagði önnur sú upplitaða, ekki þér.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.