Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 66
352 Ljós heimsins. IÐUNN Hún er fox, sagði maðurinn. Þetta er eins og hvert •annað fox. Önnur sú ljósa leit á hina og hristi höfuðið. Helvítis fretnaglar, sagði hún. Lisa tók aftur til að hlæja og hristist eins og hún Jagði sig. Hvað er sona skrítið? sagði kokkurinn. Þið flissið •öll, en það er ekkert til að flissa að. Þið tveir ungu strákar, hvert ætlið þið? Hvert ætlarðu sjálfur? spurði Tomm. Ég ætla til Kádilják, sagði kokkurinn. Hafið þið verið þar? Hún systir mín er þar. Hann er nefnilega sjálfur systir, sagði maðurinn í 'klofbuxunum. Geturðu ekki hætt sona hjali? spurði kokkurinn. Getum við ekki talað alminlega? Kádilják, það var þaðan, sem Stefi Ketill var ætt- aður, og þaðan, sem Addi Volgestur var ættaður, sagði feimni maðurinn. Stefi Ketill, sagði önnur sú ljósa, hárödduð, eins og nafnið hefði slegið á nótu í henni. Hans eigin faðir skaut hann og drap hann. Ég sver það við Jesús, hans eiginborinn faðir. Það eru aungvir karlmenn lengur til eins og Stefi Ketill var. Hét hann ekki Stanleifur Ketill? spurði kokkurinn. Æ, bíttu í þig, sagði sú ljósa. Hvað heldurðu að þú vitir um Stefa? Stanleifur? Nei, hann v .r enginn Stanleifur. Stefi Keiill var sá flottasti maður og sá fallegasti maður, sem nokkurn tima hefir verið til. Ég hef aldrei séð nokkurn mann eins hreinan og hvitan og eins fallegan eins og Stefa Ketil. Það hefir aldrei verið til soleiðis maður. Hann var í hreyfingum ;alveg eins og tigrisdýr, og hann var sá flottasti, frjáls-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.