Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Qupperneq 67
H»UNN
Ljós heimsins.
353
lyndasti eyðslumaður, sem nokkurn tíma hefir verið
ta.
Þektirðu hann? spurði einhver mannanna.
Hvort ég þekti hann? Hvort ég þekti hann? Hvort
ég elskaði hann? Ertu að spyrja mig að þvi? Ég þekti
hann eins og þú þekkir engan nokkurn lifandi mann
á jörðinni, og ég elskaði hann eins og þú elskar guð
almáttugan. Hann var sá stórkostlegasti, fínasti, hvit-
asti, fallegasti maður, sem nokkurn tíma hefir verið
til, hann Stefi Ketill, og hans eiginborinn faðir skaut
hann niður eins og hund.
Varstu með honum vestrá strönd.
Nei. Ég þekti hann áður. Hann er sá eini maður,
sem ég hef nokkurn tíma elskað.
Allir fyltust lotningu fyrir þeirri upplituðu, sem hafði
sagt alt þetta í háum leikhúsmálrómi, en Lísa var
aftur byrjuð að hristast. Ég fann það, af því að eg
sat hjá henni.
Þú hefðir átt að giftast honum, sagði kokkurinn,
Ég vildi ekki spilla fyrir því að hann kæmist áfram,
sagði sú upplitaða, ég vildi ekki vera dragbítur á
honum. Ó guð minn góður, hvílíkur maður.
Ætli þetta sé nú ekki að líta of björtum augum á
hlutina, sagði kokkurinn. Eða sló Jakki Jónsson hann
kannski ekki niður?
Það var trix, sagði Ljóska. Þessi bölvaður durgur
trixaði hann. Hann var að enda við að slá Jakka
Jónsson niður, þennan biksvarta kurf. Þetta blámanns-
kvikindi sló hann niður að óvörum.
Farmiðasalan var opnuð, og rauðskinnarnir fóru
yfir að gatinu.
Stefi sló hann niður, sagði Ljóska, og hann sneri
sér við til að brosa til mín.
Iöunn XVIII
23